Auður Ester stefnir á endurkomu eftir barnsburð
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Auður Ester fagnar Evrópubikarmeistaratitli Vals. ((Baldur Þorgilsson)

Örvhenti hornamaður Vals undanfarin tímabil, Auður Ester Gestsdóttir stefnir á endurkomu í byrjun næsta tímabils eftir barnsburð. Þetta staðfesti hún í samtali við Handkastið.

Auður Ester fædd stúlkubarn um miðjan janúar mánuð og segist hún stefna á að vera komin á stað þegar Olís-deild kvenna hefst í byrjun september.

Auður lék ekkert með kvennaliði Vals á síðustu leiktíð en hún hefur leikið með Val allan sinn feril.

Töluverðar breytingar hafa orðið á kvennaliði Vals frá síðasta tímabili. Anton Rúnarsson tók við liðinu af Ágústi Jóhannssyni. Þá hefur Elín Rósa Magnúsdóttir farið til Þýskalands í atvinnumennsku, Sigríður Hauksdóttir og Hildigunnur Einarsdóttir hafa lagt skóna á hilluna og þá er Morgan Marie Þorkelsdóttir samningslaus.

Nú er hinsvegar ljóst að liðið endurheimtir Auði og þá er Mariam Eradze að koma til baka eftir krossbandaslit.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Post Views: 22
Scroll to Top