Auður Ester fagnar Evrópubikarmeistaratitli Vals. ((Baldur Þorgilsson)
Örvhenti hornamaður Vals undanfarin tímabil, Auður Ester Gestsdóttir stefnir á endurkomu í byrjun næsta tímabils eftir barnsburð. Þetta staðfesti hún í samtali við Handkastið. Auður Ester fædd stúlkubarn um miðjan janúar mánuð og segist hún stefna á að vera komin á stað þegar Olís-deild kvenna hefst í byrjun september. Auður lék ekkert með kvennaliði Vals á síðustu leiktíð en hún hefur leikið með Val allan sinn feril. Töluverðar breytingar hafa orðið á kvennaliði Vals frá síðasta tímabili. Anton Rúnarsson tók við liðinu af Ágústi Jóhannssyni. Þá hefur Elín Rósa Magnúsdóttir farið til Þýskalands í atvinnumennsku, Sigríður Hauksdóttir og Hildigunnur Einarsdóttir hafa lagt skóna á hilluna og þá er Morgan Marie Þorkelsdóttir samningslaus. Nú er hinsvegar ljóst að liðið endurheimtir Auði og þá er Mariam Eradze að koma til baka eftir krossbandaslit.
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.