Lilja gæti misst af upphafi tímabilsins
(Baldur Þorgilsson)

Lilja Ágústsdóttir ((Baldur Þorgilsson)

Vinstri hornamaður Vals og íslenska landsliðsins, Lilja Ágústsdóttir gekkst undir aðgerð á hné undir lok síðustu leiktíðar og gat ekki leikið með Val í úrslitaeinvíginu gegn Haukum um Íslandsmeistaratitilinn. Síðasti leikur Lilju á síðasta tímabili var úrslitaleikur liðsins í Evrópubikarnum sem vannst á Hlíðarenda.

,,Ég fór í aðgerð á liðþófa og gert er ráð fyrir að endurhæfingin gæti tekið þrjá til fjóra mánuði. Ég stefni á að geta byrjað að hlaupa um miðjan ágúst mánuð. Vonandi að ég geti síðan byrjað að spila í september," sagði Lilja Ágústsdóttir í samtali við Handkastið.

Gert er ráð fyrir því að Olís-deild kvenna fari af stað í byrjun september. Það verður því að teljast ólíklegt að Lilja verði með í upphafsleikjum tímabilsins hjá Val.

Töluverðar breytingar eru á liði Vals fyrir komandi tímabil. Anton Rúnarsson hefur tekið við liðinu af Ágústi Jóhannssyni og þá hefur Elín Rósa Magnúsdóttir yfirgefið liðið og haldið til Þýskalands í atvinnumennsku.

Hildigunnur Einarsdóttir og Sigríður Hauksdóttir hafa lagt skóna á hilluna og Silja Muller er farin aftur heim til Færeyja.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top