Nora Mörk ((Henk Seppen / Orange Pictures / DPPI via AFP)
Ein besta hægri skytta sögunnar, Nora Mörk er að koma til baka eftir barnsburð en hún eignaðist sitt fyrsta barn í maí á þessu ári. Hún lék með norska landsliðinu á Ólympíuleikunum í París í fyrrasumar en glímdi síðan við meiðsli í kjölfarið sem hélt henni frá handboltavellinum áður en hún tilkynnti um að hún væri ólétt. Eftir tíu mánaða fjarveru kom Nora Mörk aftur á völlinn fyrir Team Esbjerg á miðvikudagskvöldið í æfingaleik gegn þýska liðinu HSG Blomberg-Lippe. Norska stjarnan átti þátt í 33-24 sigri og spilaði sínar fyrstu mínútur síðan í september 2024. Hún er ánægð með að vera komin aftur á völlinn og spennt fyrir komandi tímabili. ,,Ég fæ ekki nægan svefn, svo ég er líklega aðeins þreyttari, en það er rosalega gott að vera komin aftur. Ég hef saknað þess," segir Nora Mørk við danska miðilinn, JydskeVestkysten eftir leikinn og bætir við: Barnsfaðir Noru Mörk, er sænski vinstri hornamaðurinn Jerry Tollbring, leikmaður Fuchse Berlín.
„Mér líður vel og líkaminn minn kvartar ekki,“ sagði Nora Mörk er með samning við Team Esbjerg til ársins 2026.
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.