Þrír markahæstu horfnir af braut – Hver verður sá markahæsti í ár?
(Piotr Matusewicz / DPPI via AFP)

Oli Mittun ((Piotr Matusewicz / DPPI via AFP)

Þrír markahæstu leikmenn dönsku úrvalsdeildarinnar frá síðustu leiktíð hafa yfirgefið deildina og gengið í raðir stóra félaga í Evrópu.

Nikolaj Jörgensen endaði sem lang markahæsti leikmaður deildarinnar á síðustu leiktíð með 275 mörk fyrir Sönderjyske en hann hefur gengið í raðir Hamburg í þýsku úrvalsdeildinni.

Tobias Gröndahl leikmaður GOG í fyrra kom næstur með 230 mörk en hann hefur gengið í raðir þýsku meistarana í Fuchse Berlín og Noah Gaudin leikmaður Skjern í fyrra hefur gengið í raðir frönsku meistarana í PSG.

Danski vefmiðilinn, Europamaster veltir fyrir sér í dag hverjir verða markahæstir í dönsku úrvalsdeildinni á næstu leiktíð.

,,Hver verður markahæsti leikmaðurinn á komandi tímabili? Þar sem þrír markahæstu leikmennirnir frá síðasta tímabili eru farnir er völlurinn að opnast fyrir nýja einstaklinga til að taka við og ráða ríkjum á listanum yfir markahæstuleikmennina," segir í umfjöllun Europamaster.

En hverjir eru líklegastir til að verða markahæstu leikmenn dönsku úrvalsdeildarinnar að mati Europamaster?

Óli Mittún, GOG:
Augljóst val er nýja stjarnan hjá GOG, Olí Mittún. Ungi leikmaðurinn, sem áður var markahæsti leikmaður á HM U21, er væntanlegur til að gegna lykilhlutverki í sóknarleiknum og vera leiðtogi á vellinum. Markaskorun hans í sænsku deildinni hefur verið með eindæmum góð og ef honum tekst að yfirfæra það yfir til Danmerkur gæti hann vel endað efst á markalistanum.

William Aar, Holstebro:
William Aar frá TTH Holstebro er annað heitt nafn. Aar er þekktur sem mjög duglegur markaskorari sem fær mörg tækifæri til að skora í hverjum leik. Með 205 mörkum á síðasta tímabili tryggði hann sér fjórða sætið yfir markahæstu leikmenn deildarinnar og það verður spennandi að sjá hvort hann geti fylgt eftir góðri frammistöðu sinni aftur.

Marcus Midtgaard, Skjern:
Marcus Midtgaard hefur skipt um félag og mun gegna mikilvægu hlutverki sem arftaki Noah Gaudin hjá Skjern. Midtgaard, sem endaði í fimmta sæti sem markahæstur á síðustu leiktíð, er búist við að taki ábyrgð í sóknarleik Skjern og hann er sterkur kandídat til að blanda sér aftur í baráttuna um titilinn um markahæsta leikmanninn.

Mads Kjeldgaard, Fredericia:
Mads Kjeldgaard gæti mögulega endað einn af markahæstu leikmönnum deildarinnar. Kjeldgaard hefur sýnt það að hann getur skorað mörk og hefur verið afkastamikill síðustu ár. Með brotthvarfi Reinier Taboada mun stór hluti ábyrgðarinnar falla á Kjeldgaard, sem vakti athygli með 200 mörkum tímabilið 2023/24 og varð þar með þriðji markahæsti leikmaðurinn það tímabil.

Juri Knorr, Álaborg:
Síðan er ekki hægt að horfa framhjá Juri Knorr. Ef hann fær ábyrgðina á vítalínunni gæti hann endað ofarlega á listanum, jafnvel þótt Álaborg dreifi leiktímanum meira en önnur lið vegna þéttrar leikjadagskrár í Meistaradeildinni.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top