Ásta Björt (ÍBV Handbolti
Fram kom á Facebook síðu ÍBV að hægri skyttan Ásta Björt Júlíusdóttir hafi skrifað undir nýjan samning við Eyjaliðið til ársins 2027. Ásta Björt spilaði 16 leiki fyrir Eyjakonur á síðasta tímabili í deildinni. ,,Ásta Björt er mikilvægur hlekkur í liðinu – bæði innan vallar sem og utan. Með krafti sínum, leikskilningi og baráttu er hún mikilvæg fyrirmynd fyrir yngri leikmenn félagsins" segir á Facebook síðu ÍBV. ,,Við hlökkum til að sjá Ástu Björt á komandi tímabili og erum sannfærð um að hún eigi eftir að láta til sín taka enn frekar"
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.