Blær Hinriksson ((Leipzig)
Handkastið fylgist með handboltafréttum hvaðan nær úr heiminum. Hér birtast lifandi erlendar fréttir allan daginn auk þess sem stærri fréttir birtast sem sérfrétt á forsíðu Handkastsins. Fylgstu með því sem er að gerast í handboltaheiminum erlendis hér á Handkastinu. Sænski þjálfarinn Henrik Signell, sem einnig er landsliðsþjálfari kvennalandsliðs Hollands, verður nýr þjálfari Larvik HK. Signell, 49 ára gamall, er þekkt nafn bæði í skandinavískum og alþjóðlegum handbolta og á að baki glæsilegan feril. Hann hefur verið landsliðsþjálfari bæði fyrir Svíþjóð og Suður-Kóreu og frá árinu 2024 hefur hann stýrt hollenska kvennalandsliðinu. Mark Ortega hefur verið ráðinn þjálfari bandaríska landsliðsins og tekur hann við liðinu af Robert Hedin sem hætti með liðið fyrr á þessu ári. Álaborg hafði betur gegn Hannover Burgdorf í fyrsta leik sínum á Heide Cup sem fram fer í Þýskalandi. Dönsku meistarnir unnu 37-35 sigur. Eftir 20 mínútna leik var staðan 15-9 fyrir Álaborg og staðan í hálfleik 19-13. Álaborg hafði forystu allan leikinn og unnu að lokum tveggja marka sigur. Eftir að hafa tapað pólska meistaratitlinum í hendur Wisla Plock segir Alex Dujshebaev að hann sé virkilega fókuseraður fyrir tímabilið sem framundan er. Tímabilið er stórt fyrir Spánverjann því hann hefur gefið það út ásamt Daniel bróður sínum að þeir yfirgefi Kielce næsta sumar. ,,Ég óska þess að við vinnum deildina aftur," sagði Alex við Handball-world.news Hægri skytta Kiel, Daninn Emil Madsen varð fyrir því óláni að meiðast í æfingaleik liðsins gegn Slovan í gær. Óttast er að meiðslin gætu verið alvarleg. Það ætti að koma í ljós á næstunni hversu alvarleg meiðslin eru en læknar munu skoða Emil Madsen en liðið er statt í æfingakeppnisferð í Austurríki. Þýska liðið Leipzig hefur samið við egypska landsliðsmanninn Ahmed Khairy til eins árs. Ahmed Khairy kemur til þýska félagsins frá Egypsku meisturunum í Al Ahly. Portúgalska félagið Benfica tilkynnti í gær að landsliðsmaðurinn, Stiven Tobar Valencia væri búinn að gera eins árs framlengingu á samningi sínum við félagið sem gildir til sumarsins 2026. Langt er liðið síðan Stiven skrifaði undir samninginn en tilkynningin lét bíða eftir sér. Handkastið leggur það í ekki vana sinn að skrifa um æfingaleiki héðan og þaðan í Evrópu en við komumst ekki hjá þeim að minnast á það að Blær Hinriksson, sem gekk í raðir Leipzig frá Aftureldingu seint í sumar skoraði níu mörk og var markahæstur Leipzig í 32-30 sigri á Melsungen í gær. Danski markvörðurinn, Niklas Landin verður frá keppni næstu vikur en hann þarf að gangast undir aðgerð á hné. Ágúst Elí Björgvinsson hefur verið lánaður til Álaborgar frá Ribe-Esbjerg á tveggja mánaða lánssamningi. Slóvenski miðjuaðurinn, Domen Makuc hefur verið sterklega orðaður við komu í Kiel á næsta sumri er samningur hans við Barcelona rennur út. Viktor Szilagyi íþróttastjóri Kiel tjáir sig í samtali við Kieler Nachrichten um þann orðróm. ,,Við höfum fylgst með Makuc í mörg ár. Að sjálfsögðu er hann áhugaverður leikmaður fyrir okkur. Margt gæti gengið upp fyrir hann og okkur en eins og alltaf staðfestum við aðeins félagaskipti þegar allt er klárt," sagði Szilagyi. Sænski leikmaðurinn, Casper Käll sem hefur verið orðaður við GOG síðustu daga hefur nú verið tilkynntur sem nýr leikmaður GOG en leikmaðurinn gengur í raðir danska félagsins frá Felix Toulouse í Frakklandi. Georgíski landsliðsmaðurinn, Giorgi Tskhovrebadze er á förum frá þýska liðinu Gummersbach. Hefur hann verið orðaður við slóvenska liðið Slovan síðustu daga en nú vilja menn meina að hann sé að ganga í raðir Zagreb í Króatiu. Samkvæmt heimildum Handkastsins mætir hann á sínu fyrstu æfingu hjá liðinu strax í fyrramálið. Daninn, Peter Bredsdorff-Larsen hefur framlengt samning sinn sem þjálfari A-landsliðs Færeyja og verður með liðið að minnsta kosti framyfir EM 2028 sem fram fer á Spáni, Sviss og Portúgal ef liðið kemst þangað. Lesa meira um málið hér.Erlendar fréttir - Laugardaginn 9.ágúst
09:00: Landsliðsþjálfari Hollands tekur við Larvik
08:40: Bandaríkin ræður þjálfara
Erlendar fréttir - Föstudaginn 8.ágúst
20:57: Sigur í fyrsta leik Ágústs Elís
12:42: Alex fókuseraður fyrir síðasta tímabil sitt með Kielce
11:18: Guðjón Valur á afmæli í dag
10:10: Óttast um alvarleg meiðsli Emil Madsen í æfingaleik
10:00: Egypti til Leipzig
08:00: Benfica tilkynnir framlengingu á samningi Stivens
08:00: Blær skoraði níu mörk
Erlendar fréttir - Fimmtudaginn 7.ágúst
14:35: Landin fer í aðgerð á hné
11:15: Szilagyi tjáir sig um Makuc
10:25: Svíi gengur í raðir GOG
10:20: Á förum frá Gummersbach til Zagreb
09:50: Daninn áfram með færeyska landsliðið
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.