Evrópumeistarnir hafa bætt við sig fjórum landsliðsmönnum
(Joe Klamar / AFP)

Helena Elver ((Joe Klamar / AFP)

Evrópumeistarnir í ungverska stórliðinu, Györi Audi ETO KC slá ekki slöku við þrátt fyrir að hafa unnið Meistaradeildina síðustu tvö ár. Ef eitthvað er, þá hafa þær gefið í á leikmannamarkaðnum í sumar en fjórir landsliðsmenn frá fjórum mismunandi þjóðum hafa bæst í hópinn.

Eins og Handkastið greindi frá í gær eru tveir leikmenn liðsins óléttar þær Sandra Toft markvörður og Viktória Györi-Lukács hægri hornamaður.

Til að fylla þeirrs skarð hefur Györi fengið til sín ungverska landsliðsmarkvörðurinn, Zsófi Szemerey frá Metz í Frakklandi og sænska hægri hornamanninn, Nathalie Hagman frá Valcea í Rúmeníu.

Þá hefur danski leikstjórnandinn, Helena Elver gengið í raðir félagsins frá Odense í Danmörku. Og síðast en alls ekki síst hefur slóvenska landsliðsskyttan, Tjasa Stanko gengið til liðs við Evrópumeistarana frá Krim í Slóveníu.

Koma fjórmenninganna markar upphaf nýs kafla fyrir ungverska stórveldið sem hafa verið nær óstöðvandi í evrópskum kvenna handbolta síðustu tvö ár.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top