Hefur Afturelding loks fundið þjálfara?
{{brizy_dc_image_alt entityId=

wAfturelding (Raggi Óla)

Margt bendir til þess að Andrés Gunnlaugsson sé að taka við kvennaliði Aftureldingar í Grill66-deild kvenna. Það er Handbolti.is sem greinir frá.

Handbolti.is segir frá því að Andrés hafi verið á bekknum hjá Aftureldingu í dag þegar Afturelding mætti Fjölni í æfingaleik í Mosfellsbænum.

Stjórn Aftureldingar hefur verið í langri og árangurslausri leit af eftirmanni Jóns Brynjar Björnssonar sem sagði upp sem þjálfari liðsins af persónulegum ástæðum fyrr í sumar þar sem hann er að flytja erlendis með fjölskyldu sinni.

Jón Brynjar er enn á landinu og hefur stýrt æfingum Aftureldingar í sumar þangað til eftirmaður hans finnst. Hann var einnig á varamannabekk Aftureldingar í leiknum við Fjölni í dag.

Andrés er reyndur þjálfari sem víða hefur þjálfað á löngum ferli. Síðast var hann með kvennalið Berserkja og Víkings en hann þjálfaði þar með Jóni Brynjari.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Post Views: 15
Scroll to Top