Hefur Afturelding loks fundið þjálfara?
(Raggi Óla)

wAfturelding ((Raggi Óla)

Margt bendir til þess að Andrés Gunnlaugsson sé að taka við kvennaliði Aftureldingar í Grill66-deild kvenna. Það er Handbolti.is sem greinir frá.

Handbolti.is segir frá því að Andrés hafi verið á bekknum hjá Aftureldingu í dag þegar Afturelding mætti Fjölni í æfingaleik í Mosfellsbænum.

Stjórn Aftureldingar hefur verið í langri og árangurslausri leit af eftirmanni Jóns Brynjar Björnssonar sem sagði upp sem þjálfari liðsins af persónulegum ástæðum fyrr í sumar þar sem hann er að flytja erlendis með fjölskyldu sinni.

Jón Brynjar er enn á landinu og hefur stýrt æfingum Aftureldingar í sumar þangað til eftirmaður hans finnst. Hann var einnig á varamannabekk Aftureldingar í leiknum við Fjölni í dag.

Andrés er reyndur þjálfari sem víða hefur þjálfað á löngum ferli. Síðast var hann með kvennalið Berserkja og Víkings en hann þjálfaði þar með Jóni Brynjari.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top