Valur vann ríkjandi deildar- bikar og Portúgalsmeistarana í dag
Valur handbolti)

Liðin í leikslok (Valur handbolti)

Evrópubikarmeistarar Vals spiluðu í dag æfingaleik við Benfica en Valsstelpur eru staddar í Portúgal í æfingaferð. Benfica eru ríkjandi deildar-, bikar- og Portúgalsmeistarar. Þær eins og Valur taka þátt í Evrópudeildinni í ár og mæta þar Elínu Klöru Þorkelsdóttur og félögum í Savehof.

Benfica bauð Valsstelpunum að koma og spila æfingaleik. Benfica er íþróttastórveldi, þar skipta 10 íþróttalið (Handbolti, Körfubolti, Blak, Bandý og Futsal karla og kvenna) með sér tveimur fullbúnum íþróttahöllum. Þar að auki er glæsilegur leikvangur ljóssins fyrir fótboltann, Estádio de Luz. Í Benfica höfuðstöðvunum eru einnig fjöldi veitingastaða, safn á þremur hæðum og verslun.

Leikurinn var í járnum framan af. Benfica náði að forystunni og voru yfir 6-4 þegar fyrri hálfleikurinn var hálfnaður. Þá tók Anton Rúnarsson þjálfari Vals leikhlé og eftir leikhléið náðu Valsstelpur að jafna leikinn. Benfica leiddi með einu marki í hálfleik 11-10.

Leikurinn hélst jafn áfram í seinni hálfleik. Þar náðu samt Valsstelpurnar frumkvæðinu og náðu mest 4 marka mun, 16-20. Benfica bitu frá sér undir lokin og var allt í járnum á lokakaflanum. Endaði leikurinn með eins marks sigri Vals 24-25 þar sem Benfica skoraði sitt síðasta mark þegar leikklukkan gall.

Virkilega sterkur sigur hjá stelpunum þar sem liðsheildin skilaði sigri. Allar með framlag og lögðu í púkkið. Eftir leikinn var stelpunum boðið að skoða mikilfenglegan fótboltavöll félagsins og útsýnistúr um aðstöðu félagsins, einnig að skoða safn Benfica. Stelpurnar og dvelja við virkilega góðar aðstæður hér í Lissabon þangað til næsta fimmtudags.

Markaskor Vals: Lovísa Thompson 6, Elísa Elíasdóttir 5, Ásthildur Jóna Þórhallsdóttir 4, Ásdís Þór Ágústsdóttir 3, Mariam Eradze 2, Arna Karitas Eiríksdóttir 1, Hildur Björnsdóttir 1, Þórey Anna Ásgeirsdóttir 1 , Ásrún Inga Arnarsdóttir 1, Auður Ester Gestsdóttir 1

Varin skot: Hafdís Lilja Renötudóttir 16.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top