Erlendar fréttir: 13 íslensk mörk í sigri Magdeburg
(Patrick Süphke / dpa Picture-Alliance via AFP)

GOG Handbold ((Patrick Süphke / dpa Picture-Alliance via AFP)

Handkastið fylgist með handboltafréttum hvaðan nær úr heiminum. Hér birtast lifandi erlendar fréttir allan daginn auk þess sem stærri fréttir birtast sem sérfrétt á forsíðu Handkastsins.

Fylgstu með því sem er að gerast í handboltaheiminum erlendis hér á Handkastinu.

Erlendar fréttir: Laugardaginn 16.ágúst:

07:50: Kolstad tapaði tveimur leikjum um helgina

Íslendingalið Kolstad í Noregi tapaði báðum leikjum sínum um helgina á Fjellhammer Elite Cup. Á föstudaginn tapaði liðið gegn GOG 32-25 og í gær tapaði liðið gegn Elverum 36-29.

Hjá Kolstad leika þeir Sigurjón Guðmundsson, Sigvaldi Björn Guðjónsson, Benedikt Gunnar Óskarsson og Arnór Snær Óskarsson.

07:50: Magdeburg leikur á Wartburg Cup

Íslendingarnir í Magdeburg þeir Elvar Örn Jónsson, Gísli Þorgeir Kristjánsson og Ómar Ingi Magnússon eru í eldlínunni um helgina á Wartburg Cup. Liðið hefur unnið bæði Lemgo og Eisenach til þessa og mætir danska liðinu Skanderborg í hádeginu í dag.

Í gær vann liðið Eisenach 34-21 þar sem Ómar Ingi Magnússon skoraði sex mörk, Gísli Þorgeir fjögur og Elvar Örn Jónsson þrjú.

07:50: Íslendingaslagur í Póllandi

Leipzig hafði betur gegn Arnóri Atlasyni og félögum í Tvis Holstebro í æfingamóti sem fram fer í Plock í Póllandi. Lokatölur 28-23 fyrir Leipzig en Blær Hinriksson er leikmaður Leipzig og Jóhannes Berg Andrason er leikmaður Holstebro.

Erlendar fréttir: Laugardaginn 16.ágúst:

18:00: Tvö stórlið mættust í æfingaleik í dag

Flensburg og Fuchse Berlín mættust í æfingaleik í dag. Þýskalandsmeistarnir í Fuchse Berlín unnu leikinn með einu marki, 40-39. Mathias Gidsel var markahæstur í leiknum með 11 mörk. Grgic nýjasti leikmaður Flensburgar var markahæstur þeirra með níu mörk. Tobias Grondahl sem gekk í raðir Fuchse frá GOG í sumar skoraði sex mörk.

18:00: Á leið inn í sitt átjánda tímabila með sama félaginu

Örvhenti hornamaðurinn, René Rasmussen leikmaður Skjern í Danmörku hefur framlengt samning sinn hjá félaginu. Það er nú ekki frásögufærandi nema fyrir þær sakir að hann er á leið inn í sitt 18. tímabil á ferlinum og það allt með sama félaginu. René Rasmussen er fæddur árið 1989.

17:30: Íslendingaliðið vann æfingamót

Íslendingaliðið, Blomberg-Lippe þar sem landsliðskonurnar Andrea Jacobsen, Díana Dögg Magnúsdóttir og Elín Rósa Magnúsdóttir leika með unnu Nelken-Cup. Liðið vann Flames 31-19 í gær og unnu síðan Dortmund í úrslitaleik mótsins fyrr í dag, 32-28.

Erlendar fréttir: Föstudaginn 15.ágúst:

22:10: Beneke lánaður til Eisenach

Ein af örvhentu skyttum Fuchse Berlín, Max Beneke sem hefur verið orðaður frá Berlín í sumar hefur verið lánaður til Eisenach. Tækifæri Beneke voru af skornum skammti á síðustu leiktíð og þess vegna óskaði hann eftir því að fá að fara á lán.

09:20: Þorsteinn Gauti skoraði fjögur mörk

Þorsteinn Gauti Hjálmarsson sem gekk í raðir norska félagsins Sandefjord frá Fram í sumar skoraði fjögur mörk í æfingaleik liðsins gegn Bækkelaget í gær. Voru þetta fyrstu mörk hans með Sandefjord en liðið tapaði leiknum 34-31.

09:15: Hollenski landsliðsmarkvörðurinn með slitið krossband

Bart Ravensbergen sem gekk til liðs við Wetzlar í sumar frá Göppingen varð fyrir miklu áfalli á dögunum er hann sleit krossband og leikur því ekkert með liðinu í vetur. Nú er spurning hvað Wetzlar gerir.

09:09: Teitur og Elliði atkvæðamiklir

Gummersbach vann Kiel í gær í æfingaleik 40-37. Teitur Örn Einarsson skoraði fimm mörk og Elliði Snær Viðarsson 4. Kentin Mahe var markahæstur Gummersbach með sex mörk. Lukas Laube var markahæstur Kiel með níu mörk.

Erlendar fréttir: Fimmtudaginn 14.ágúst:

11:20: Krickau sagður vera annar kostur Fuchse Berlín

Samkvæmt handboltaspekingum sem Handkastið er í virku samtali við virðast Daninn, Krickau vera annar kostur sem þjálfari Fuchse Berlín. Eins og við höfum fjallað um áður þá ganga samningaviðræður Siewert og Fuchse Berlín illa. Vilja menn meina að Siewert sé með gott samningstilboð frá öðru félagi og vill að Berlínar-refirnir bjóði honum slíkan samning.

09:09: Frá Porto til Kuwait

Einn af betri línumönnum í heimi, Victor Iturriza hefur yfirgefið FC Porto og gengið í raðir Kuwait club. Portúgalski línumaðurinn hafi leikið með Porto tíu tímabil í röð.

09:00: Æfingaleikir framundan í dag

Fjölmargir æfingaleikir fara fram í dag hjá erlendum félögum. Meðal annars mætast Gummersbach og Kiel og Wisla Plock - Leipzig.

Stiven Tobar og félagar í Benfica mæta Granollers og Melsungen mætir Horneo Alicante.

09:00: Andri Már skoraði níu mörk

Andri Már Rúnarsson skoraði níu mörk fyrir Erlangen þegar liðið vann TV Grosswallstadt í æfingaleik, 37-28. Viggó Kristjánsson lék ekki með Erlangen en hann er að jafna sig af veikindum.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top