Erlendar fréttir: Viborg kynnir nýjan þjálfara
(Patrick Süphke / dpa Picture-Alliance via AFP)

Hvað er að frétta erlendis frá? ((Patrick Süphke / dpa Picture-Alliance via AFP)

Handkastið fylgist með handboltafréttum hvaðan nær úr heiminum. Hér birtast lifandi erlendar fréttir allan daginn auk þess sem stærri fréttir birtast sem sérfrétt á forsíðu Handkastsins.

Fylgstu með því sem er að gerast í handboltaheiminum erlendis hér á Handkastinu.

Erlendar fréttir: Þriðjudaginn 26.ágúst:

13:50: Viborg tilkynnir nýjan þjálfara

Anders Friis hefur tekið við sem aðalþjálfari kvennaliðs Viborgar en Jens Steffensen tekur við sem tímabundinn aðstoðarþjálfari. Anders Friis var áður aðstoðarþjálfari liðsins.

12:30: Fer David Späth í sumar?

Samkvæmt heimildum Handkastsins mun einn efnilegasti markmaður í heimi, David Spath yfirgefa Rhein Neckar Lowen næsta sumar. Leitar hugar hans að liði í Meistaradeildinni en samningur hans rennur út eftir tímabilið.

09:30: Fær Zehnder nýjan samning?

Samkvæmt heimildum Handkastins fær svissneski landsliðsmaðurinn Manuel Zehnder ekki nýtt samningstilboð frá Magdeburg um möguleika á framleningu á samningi sínum við félagið.

Zehnder gekk í raðir Magdeburg sumarið 2024 og gerði tveggja ára samning við félagið. 

Erlendar fréttir: Mánudaginn 25.ágúst:

21:10: Rivera yngri leggur skóna á hilluna næsta sumar

.Valero Rivera yngri hefur tilkynnt að hann hyggst leggja skóna á hilluna næsta sumar en hann leikur með í Nantes í Frakkalandi. Rivera verður 41 árs á næsta ári en hann hefur leikið með Nantes frá árinu 2018. Hann er uppalinn í Barca.

20:30: Rivera tekur við Katar

Spánski þjálfarinn Valero Rivera hefur tekið við landsliði Katar á nýjan leik. Rivera tekur við liðinu af Veselin Vujovic en Rivera sem er 72 ára hætti með landslið Katar fyrir tveimur árum.

19:40: Króatinn semur við Kielce til 2030

Luka Klarica, landsliðsmaður Króatíu hefur samið við pólska félagið Kielce frá RK Zagreb. Hann gengur til liðs við félagið næsta sumar og hefur gert samning til ársins 2030.

16:20: Serbar ráða nýjan landsliðsþjálfara

Serbneska handknattleikssambandið hefur ráðið Spánverjann Jose Ignacio Pons sem nýja þjálfara kvennalandsliðs þjóðarinnar. Skrifar Pons undir þriggja ára samning.

Serbía er með Íslandi í riðli á HM sem fram fer í Þýskalandi í lok nóvember. Pons hefur verið bæði aðstoðar- og aðalþjálfari spænska kvennalandsliðsins undanfarin átta ár.

14:50: Frá Fuchse Berlín til Kielce

Markvörðurinn, Dejan Milosavljev gengur í raðir pólska liðsins Kielce næsta sumar og hefur gert þriggja ára samning við félagið. Dejan hefur leikið með Fuchse Berlín frá árinu 2019.

13:30: Bjóða nemendum frítt á heimaleiki sína

Nemendur í Holstebro fá frítt á heimaleiki Tvis Holstrebro í dönsku úrvalsdeildinni í vetur. Arnór Atlason er þjálfari liðsins og Jóhannes Berg Andrason leikur með liðinu. Með þessu vonast félagið til að fjölga áhorfendum á heimaleikjum sínum og fá yngra fólk til að mæta á leiki.

Nemendurnir þurfa að sýna nemendaskírteini til að fá frítt á leikina.

13:30: Lauge með endurkomu á leikvöllinn

Danski leikstjórnandinn, Rasmus Lauge lék með Bjerringbro-Silkeborg um helgina í danska bikarnum en þetta er hans fyrsti leikur frá því í febrúar er hann eignaðist fyrirbura og tók sér pásu frá handknattleiksiðkun.

13:20: Gebala á leið til Kuwait

Pólski landsliðs línumaðurinn Tomasz Gebala sem leikið hefur með Kielce í heimalandinu síðustu sex ár er á leið til Kuwait Club. Samkvæmt heimildum Handkastsins.

Erlendar fréttir: Sunnudaginn 24.ágúst:

17:00: Ágúst Elí strax búinn að vinna titil með Álaborg

Ágúst Elí Björgvinsson og liðsfélagar hans í Álaborg unnu Skjern nokkuð sannfærandi í dag 35-29 í danska ofurbikarnum. Staðan í hálfleik var 17-10. Ágúst Elí kom inná í einu vítakasti.

Hjá konunum vann Odense þriggja marka sigur á Esbjerg 33-30.

12:50: Blær skoraði fjögur gegn Karvina

Blær Hinriksson leikmaður Leipzig skoraði fjögur mörk í síðasta æfingaleik liðsins fyrir komandi tímabil í þýsku úrvalsdeildinni er liðið vann tékkneska liðið Karvina 36-30. Leipzig mætir Eisenach í 1.umferðinni næstkomandi laugardag.

12:45: Juri Knorr ekki í leikmannahópi Álaborgar

Álaborg og Skjern eigast við í Meistarakeppninni í Danmörku í dag. Athygli vekur að þýski landsliðsmaðurinn, Juri Knorr er ekki í leikmannahópi Álaborgar en hann gekk í raðir liðsins frá RN-Lowen í sumar.

12:45: Orri Freyr hefur spilað 100 leiki fyrir Sporting

11:50: Bob Hanning gefur lítið upp

Samningur Jaron Siewert þjálfara Þýskalandsmeistara Fuchse Berlín rennur út næsta sumar. Bob Hanning framkvæmdastjóri Fuchse Berlín hefur tjáð sig um málið.

Hann segir að ekkert verið gefið út fyrr en í fyrsta lagi í október um framtíð bæði Jaron Siewert og Stefan Kretzschmar íþróttastjóra félagsins sem einnig verður samningslaus félaginu næsta sumar.

09:00: Simon Pytlick er mættur aftur

Simon Pytlick var kominn aftur á völlinn í fyrsta skipti síðan í febrúar. Á föstudaginn, þegar SG Flensburg-Handewitt mætti ​​dönsku meisturunum frá Aalborg Håndbold í æfingaleik í Sparekassen Danmark Arena lék Pytlick sinn fyrsta leik.

Danski landsliðsmaðurinn hefur verið frá keppni vegna handleggsbrots í meira en sex mánuði en hefur nú loksins snúið aftur í lið Flensburgar.

08:45: Íslendingar í eldlínunni í Svíþjóð

Sænski bikarinn er farinn af stað og þar eigum við Íslendingar nóg af leikmönnum.

Birgir Steinn Jónsson skoraði tvö mörk í 29-26 sigri Savehof á Huddinge. 

Einar Bragi Aðalsteinsson skoraði þrjú mörk í 31-23 sigri Kristianstad á Varberg.

Arnar Birkir Hálfdánsson skoraði tvö mörk í 36-29 sigri Amo á Linköping.

Elín Klara Þorkelsdóttir skoraði þrjú mörk fyrir Savehof í 33-26 sigri á Alingsas.

Aldís Ásta Heimisdóttir skoraði þrjú mörk fyrir Skara og Lena Margrét Valdimarsdóttir eitt í sigri liðsins á AIK 27-20.

08:00: Meistarakeppnin í Danmörku í dag

Ágúst Elí Björgvinsson verður í eldlínunni í Danmörku i dag þegar Álaborg og Skjern eigast við í Meistarakeppni Danmerkur. Leikurinn hefst klukkan 14:00 en Ágúst Elí er á láni hjá Álaborg frá Ribe Esbjerg vegna fjarveru Niklas Landin.

Hjá konunum mætast Odense og Esbjerg en sá leikur hefst klukkan 12:00.

Erlendar fréttir: Laugardaginn 23.ágúst:

20:00: 22 ára landsliðskona leggur skóna á hilluna

Hin sænka, Johanna Östblom sem er aðeins 22 ára gömul, hefur kosið að enda handboltaferil sinn stuttu eftir landsliðsfrumraun sína. Á síðustu leiktíð sigraði hún sænska bikarinn með félagsliði sínu H65 Höör. Ástæðuna segir hún vera þá að hún vilji einbeita sér að námi og lífi utan íþróttarinnar.

Hún lék sinn fyrsta landsleik, þar sem hún skoraði sex mörk í undankeppni HM gegn Kósóvó.

17:30: Íslendingaliðið tapaði með minnsta mun

Blomberg-Lippe tapaði gegn Thuringer í Meistarakeppninni í Þýskalandi í dag með minnsta mun, 31-30. Andrea Jacobsen skoraði fimm mörk fyrir Blomberg-Lippe og Elín Rósa Magnúsdóttir skoraði eitt. Díana Dögg Magnúsdóttir var ekki meðal markaskorara í leiknum.

17:30: Orri Freyr hafði betur gegn Þorsteini Leó

Sporting vann sjö marka sigur á Porto í Meistarakeppninni í Portúgal fyrir dag 36-29 en staðan í hálfleik var 20-15 Sporting í vil. Orri Freyr skoraði þrjú mörk og Þorsteinn Leó einnig.

12:00 Haukur Þrastar skoraði tvö

Landsliðsmaðurinn Haukur Þrastarson skoraði tvö mörk fyrir RN-Lowen í æfingaleik gegn svissneska liðinu HC Kriens-Luzern. Þýska liðið vann með átta mörkum 37-29.

09:00: Meistarakeppnin í Þýskalandi

Meistarakeppnin í Þýskalandi "Super Cup" fer fram í dag. Hjá körlunum mætast Kiel og Fuchse Berlín klukkan 16:00 en hjá konunum mætir Íslendingaliðið Blomberg-Lippe, Thuringer klukkan 13:00. Með Blomberg-Lippe leika Andrea Jacobsen, Elín Rósa Magnúsdóttir og Díana Dögg Magnúsdóttir.

09:00: Orri Freyr og Þorsteinn Leó mætast í dag

Landsliðsmennirnir Orri Freyr Þorkelsson og Þorsteinn Leó Gunnarsson mætast í Meistarakeppninni í Portúgal í dag kukkan 15:15. Orri Freyr leikur með þreföldum meisturum Sporting og Þorsteinn Leó leikur með silfurliði Porto.

08:00: Mótherjar Stjörnunnar töpuðu í Meistarakeppninni í Rúmeníu

Baia Mare mótherjar Stjörnunnar í forkeppni Evrópudeildarinnar um næstu helgi töpuðu í gærkvöldi með átta mörkum 32-24 gegn Dinamo Bucuresti í "Super Cup" í Rúmeníu.

Erlendar fréttir: Föstudaginn 22.ágúst:

14:10: Hvað borgaði Magdeburg fyrir Matej Mandic?

Þýski miðillinn Sport Bild greinir frá því á síðu sinni í dag að Magdeburg hafi borgað allt frá 250-300.000 evrur til að borga markvörðinn Matej Mandic undan samningi við Zagreb og fá hann til sín strax.

Matej Mandic var þegar búinn að semja við Magdeburg og átti að ganga til þeirra næsta sumar.

13:20: Viborg semur um starfslok við Christinu Pedersen

Danska liðið Viborg og Christina Pedersen hafa komist að samkomulagi um starfslok og Christina mun yfirgefa félagið.
Mikil stirrð hefur verið í kringum Christinu undanfarið og var hún sett í æfingarbann þar sem að stór hluti leikmannahópsins vildi ekki æfa ef hún tæki þátt í æfingunum.

Félagið hefur nú ákveðið að leysa þetta mál með starfslokum eins og gaf frá sér yfirlýsingu um málið þar sem segir að ákvörðin hafi verið tekin af virðingu og sameiginlegum skilningi með hag beggja aðila í huga.
"Við viljum þakka Christinu fyrir hennar framlag til félagsins og óskum henni alls hins besta í framtíðinni hvort sem er innan eða utan vallar."

12:50: Þjálfari Viborg lætur af störfum

Ole Bitsch þjálfari kvennaliðs Viborg hefur óskað eftir því að láta af störfum hjá félaginu. Hann hefur verið þjálfari liðsins síðustu 2 ár.

Bitsch segir ákvörðina hafa verið þungbæra en nauðsynlega.
"Ég hef ákveðið að ljúka samstarfinu eftir það sem við höfum gengið í gegnum síðustu mánuði. Ég tel þetta vera það besta fyrir félagið, stelpurnar og ekki síst sjálfan mig. Ég óska stelpunum og félaginu alls hins besta í framtíðinni."

12:00: Kiel í meiðsla vandræðum fyrir stórleikinn á morgun

Meistarakeppnin í Þýskalandi "Super Cup" fer fram á morgun. Hjá körlunum mætast Kiel og Fuchse Berlín en hjá konunum mætir Íslendingaliðið Blomberg-Lippe, Thuringer. Með Blomberg-Lippe leika Andrea Jacobsen, Elín Rósa Magnúsdóttir og Díana Dögg Magnúsdóttir.

Filip Jicha þjálfari Kiel telur Fuchse Berlín sigurstranglegri í leiknum á morgun vegna meiðslavandræða hjá sínu liði.

Hendrik Pekeler og nýliðinn Gonzalo Pérez de Vargas eru frá vegna langtíma meiðsla og efasemdir eru um þrjá aðra lykilmenn: Eric Johansson, Emil Madsen og Norðmanninn Petter Överby.

„Berlín er með besta leikmann heims í hópnum, sem getur ráðið úrslitum í leikjum einn síns liðs og jafnframt lyft liðsfélögum sínum upp. Við verðum að standa okkur á heimsmælikvarða til að sigra þá,“ segir hann.

Kvenna leikurinn heft klukkan 13:00 og karlaleikurinn hefst klukkan 16:00

12:00: Frá Zagreb til Magdeburg

Evrópumeistarnir í Magdeburg hafa tilkynnt að Matej Mandic hafi gengið til liðs við félagið strax frá og með deginum í dag. Mandic kemur til Magdeburg frá Zagreb og á að leysa af Nikola Portner sem tekur út leikbann eftir að hafa fallið á lyfjaprófi á síðustu leiktíð.

Mandic átti að ganga í raðir Magdeburg næsta sumar en þýska liðið hefur nú tryggt sér krafta hans strax fyrir komandi tímabil sem hefst í næstu viku.

Erlendar fréttir: Fimmtudaginn 21.ágúst:

11:00: Íslendingalið í eldlínunni í æfingaleikjum í gær

Nokkrir stórir æfingaleikir fóru fram í gærkvöldi. Þar ber helst að Lemgo vann Melsungen með átta mörkum 32-24 og Magdeburg unnu Stuttgart 29-25.

11:00: Andstæðingar Stjörnunnar spila í Super Cup

Stjarnan leikur gegn rúmenska liðinu Baia Mare í forkeppni Evrópudeildarinnar í lok ágúst og fyrstu helgina í september. Baia Mare leikur í Super Cup í heimalandi sínu í kvöld en þar leika fjögur lið. Fyrst er leikið í undanúrslitum og svo er hreinn úrslitaleikur.

Baia Mare leikur í kvöld gegn Buzau en í hinum undanúrslitaleiknum mætasta Potaissa Turda og Dinamo Bucuresti.

10:30: Egypti á leið til Magdeburg

Erlendir spekingar fullyrða að markvörður Zaralek í Egyptalandi, hinn 33 ára Hendawy eigi að leysa Nikola Portner af hjá Magdeburg tímabundið.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top