Valur byrjar á torsóttum sigri
(Baldur Þorgilsson)

Valur byrjar tímabilið á sigri ((Baldur Þorgilsson)

Valskonur fóru í heimsókn austur fyrir fjall og léku gegn Selfoss í 1.umferð Olís deildar kvenna í dag.

Margir bjuggust eflaust við þægilegum degi hjá Valskonum en það varð ekki raunin þó þær hafi á endanum borið sigur úr býtum 25-28 eftir að Selfyssingar leiddu í hálfleik 14-12.

Selfoss hafði frumkvæðið allt þar til 10 mínútur voru eftir af leiknum en þá náðu Valskonur loksins að komast yfir 21-22 og sigldu svo fram úr undir restina og lönduðu 3 marka sigri, 25-28.

Svekkjandi úrslit fyrir Selfoss en þær munu geta byggt á þessari frammistöðu í næstu leikjum.

Markaskor Selfoss: Mia Kristin Syverud 6 mörk, Arna Kristin Einarsdóttir 6, ída Bjarklind Magnúsdóttir 4, Harpa Valey Gylfadóttir 4, Hulda Dís Þrastardóttir 3, Sara Dröfn Ríkharðsdóttir 2.

Varin skot: Ágústa Tanja Jóhannsdóttir 12 varin (30%)

Markaskor Vals: Lovísa Thompsson 7 mörk, Þórey Anna Ásgeirsdóttir 6, Ásthildur Jóna Þórhallsdóttir 4, Arna Karitas Eiríksdóttir 4, Hildur Björnsdóttir 3, Mariam Eradze 2, Guðrún Hekla Traustadóttir 1, Ásdís Þóra Ágústsdóttir 1.

Varin skot: Hafdís Renötudóttir 15 varin (37,5%)

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top