Arnar Pétursson valdi meiddan leikmann í landsliðið
Henk Seppen / Orange Pictures / DPPI via AFP)

Thea Imani Sturludóttir (Henk Seppen / Orange Pictures / DPPI via AFP)

Það vakti undrun Handkastsins þegar Arnar Pétursson þjálfari kvennalandsliðs Íslands valdi 17 manna landsliðshóp fyrir komandi æfingaviku sem hefst næstkomandi mánudag. Æfingavikan lýkur síðan með æfingaleik gegn sterkuliði Danmerkur ytra, sunnudaginn 17.september.

Í hópnum er Thea Imani Sturludóttir leikmaður Vals og model hjá Sage By Saga Sif. Thea Imani hefur hinsvegar ekkert leikið með Val í fyrstu leikjum tímabilsins og samkvæmt heimildum Handkastsins hefur hún ekkert æft með Valsliðinu í langan tíma vegna meiðsla.

Anton Rúnarsson þjálfari Vals staðfesti í samtali við Handkastið í síðustu viku að um þráðlát hásina meiðsli væri um að ræða og erfitt væri að segja til um hvenær Thea myndi snúa aftur inn á völlinn.

,,Þetta bara tekur sinn tíma og er hún búin að vera dugleg í sjúkraþjalfun endalaust frá því við byrjuðum aftur eftir sumarfrí. Vonandi fer að birta til í þessu en hvenær hún verður 100% klár er erfitt að segja nákvæmlega," sagði Anton í samtali við Handkastið.

Tveir nýliðar voru valdir í hópinn en hægt er að sjá landsliðshópinn hér.

Það er því ekki hægt að segja annað en að valið á Theu Imani vekji undrun enda ekki á hverjum degi sem meiddir leikmenn eru valdir í landsliðshópa. Fyrir í hópnum eru þær Díana Dögg Magnúsdóttir og Birna Berg Haraldsdóttir sem báðar leika í hægri skyttunni en Birna Berg er að koma aftur inn í landsliðið í fyrsta skipti frá árinu 2021.

Sage By Saga Sif styður kvennaumfjöllun Handkastsins - Kóðinn: handkastid veitir 15% afslátt í vefverslun Sage By Saga Sif.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top