Kári Kristján staðfestir viðræður við Þór
Eyjólfur Garðarsson)

Kári Kristján Kristjánsson (Eyjólfur Garðarsson)

Kári Kristján Kristjánsson staðfesti í samtali við Handkastið að hann væri í viðræðum við nýliða Þórs í Olís-deild karla. Handkastið greindi frá því í gær að Kári væri í viðræðunum við Þór.

Það hefur sennilega ekki farið framhjá einum né neinum að Kári Kristján er samningslaus eftir að samningaviðræður hans við sitt uppeldisfélag ÍBV strandaði á ótrúlegan hátt í byrjun ágúst mánaðar. Í kjölfarið kom Kári Kristján í ítarlegt viðtal í hlaðvarpsþætti Handkastsins og fór yfir tímalínu sumarsins.

,,Ég fór norður í byrjun vikunnar að skoða aðstæður og hitta mennina. Ég fór reyndar ekki á æfingu með liðinu en við tókum samtalið," sagði Kári Kristján í samtali við Handkastið.

,,Það liggur samningur á borðinu hjá mér og ég geri ráð fyrir því að ég taki ákvörðun á næstu dögum," sagði Kári ennfremur.

Þetta eru ekki fyrstu viðræður Þórs við Kára Kristján því Kára var boðið að taka við liðinu fyrr í sumar en Kári hafnaði því tilboði og stefndi á að vera áfram hjá ÍBV. Nú er hinsvegar staðan önnur.

Þór mætir Fram í Úlfarsárdalnum í 2.umferð Olís-deildarinnar en liðið vann ÍR í 1.umferðinni. Þórður Tandri Ágústsson línumaður Þórs tekur út leikbann í þeim leik. Kári fannst ólíklegt að ef hann semji við Þór fyrir þann tíma að hann leiki þann leik.

Kári Kristján sagði í viðtali við Handkastið í ágúst að hann vildi enda ferlinn á sínum forsendum og nú hefur honum verið boðið að ljúka ferlinum með Þór. Það verður síðan að koma í ljós hvort Kári taki þá ákvörðun að leika með nýliðunum í Olís-deildinni í vetur.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top