Tvær 16 ára markahæstar hjá báðum liðum
Baldur Þorgilsson)

Laufey Helga Óskarsdóttir (Baldur Þorgilsson)

2.umferðin í Grill66-deild kvenna lauk í gærkvöldi með einum leik þar sem B-lið Vals og Fram mættust í N1-höllinni á Hlíðarenda. Þar höfðu Valsstelpur töluverða yfirburði og unnu fjórtán marka sigur 36-22.

Staðan í hálfleik var 17-9 Val í vil en Laufey Helga Óskarsdóttir var lang markahæst í liði Vals 2 með tólf mörk en Ágústa Rún Jónasdóttir kom næst með fimm mörk.

Hjá Fram 2 var Katla Kristín Hrafnkelsdóttir atkvæðamest með tíu mörk en Laufey Helga og Katla Kristín eru báðar fæddar árið 2009 og báðar bráðefnilegar handknattleikskonur.

Valur 2 vann öruggan sigur á Fram 2 í fjórða og síðasta leik annarrar umferðar Grill 66-deildar kvenna í handknattleik í gær, 36:22. Leikið var í N1-höll Valsara á Hlíðarenda. Valur var átta mörkum yfir að loknum fyrri hálfleik, 17:9.

Með sigrinum fór Valur 2 upp í 2.sætið með fullt hús stiga ásamt HK. Fram 2 vermir botnsætið án stiga ásamt FH.

Markaskorun Vals 2: Laufey Helga Óskarsdóttir 12, Ágústa Rún Jónasdóttir 5, Sara Lind Fróðadóttir 4, Erla Sif Leósdóttir 3, Anna Margrét Alfreðsdóttir 2, Lena Líf Orradóttir 2, Sara Sigurvinsdóttir 2, Sigrún Erla Þórarinsdóttir 2, Alba Mist Gunnarsdóttir 1, Hekla Hrund Andradóttir 1, Katla Margrét Óskarsdóttir 1, Guðrún Ásta Magnúsdóttir 1.
Markvarsla Vals: Elísabet Millý Elíasardóttir 5, Oddný Mínervudóttir 1.

Markaskorun Fram 2: Katla Kristín Hrafnkelsdóttir 10, Sylvía Dröfn Stefánsdóttir 5, Birna Ósk Styrmisdóttir 3, Silja Jensdóttir 2, Natalía Jóna Jensdóttir 1, Þóra Lind Guðmundsdóttir 1.
Markvarsla Fram 2: Arna Sif Jónsdóttir 8.

Úrslitin í 2.umferð:

Valur 2 - Fram 2 36-22
FH - Fjölnir 21-22
HK - Afturelding 25-21
Víkingur - Grótta 22-23

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top