Spáir erfiðum leik fyrir ÍR í kvöld
Sævar Jónasson)

Sara Dögg Hjaltadóttir (Sævar Jónasson)

3.umferðin í Olís-deild kvenna hefst í kvöld með tveimur leikjum. Á Selfossi mætast Selfoss og KA/Þór klukkan 18:30 og í Skógarselinu í Breiðholtinu mætast ÍR og Valur klukkan 19:30.

Í nýjasta þætti Handkastsins ræddu þeir Stymmi klippari, Gunnar Valur Arason og Sigurjón Friðbjörn Björnsson um leik ÍR og Vals sem er afar athyglisverður leikur eftir byrjunina á tímabilinu.

,,ÍR liðið hefur komið virkilega á óvart í upphafi tímabils á sama tíma hefur Valur komið á óvart í hina áttina. Þær voru í miklu basli gegn Selfossi og töpuðu svo gegn Haukum í síðustu umferð,” sagði Stymmi klippari.

,,Ég held að þetta verði erfitt fyrir ÍR. Þær hafa hinsvegar verið rosalega góðar," sagði Gunnar Valur og bætt við:

,,Ég sá að bæði Lilja og Thea voru farnar að æfa og skjóta á markið á æfingu hjá þeim í síðustu viku. Mér finnst frekar líklegt að þær séu báðar að detta inn í þennan leik. Það hefur vantað alvöru skotógn hjá Val fyrir utan og það kemur núna með innkomu Theu.”

,,Grétar Áki hefur gert mjög vel og í rauninni er skipulagið hjá liðinu orðið rosalega gott," sagði Gunnar Valur.

Sigurjón Friðbjörn bætti við að þær hafi líka mætt með kassann út í loftið í upphafi móts.

,,Þær eru á sínu þriðja ári í efstu deild og þær eru ekkert litlar, þær eru bara stórar. Fyrir fram spáir maður Valssigri en ég held að ÍR séu ekkert að fara selja sig ódýrt í þessum leik.”

,,Við erum ekki að fara á forgjöfina hjá Coolbet," bætti Stymmi klippari við í lokin.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top