Toppliðið tapaði með fjórtán mörkum
Baldur Þorgilsson)

Ásdís Þóra Ágústsdóttir (Baldur Þorgilsson)

ÍR fékk heldur betur skell í leik kvöldsins í 3. umferð efstu deildar kvenna þegar Íslandsmeistarar Vals komu í heimsókn. Mikil eftirvænting var fyrir leiknum enda höfðu ÍR stelpur unnið tvo góða sigra í upphafi móts.

Eftir tap gegn Haukum í síðustu umferð mættu Valsstelpurnar gríðarlega sterkar til leiks og sýndu ÍR-ingum enga miskunn og gjörsamlega rótburstuðu þær með fjórtán marka mun 38-24.

Valsstelpur léku við hvern sinn fingur allar 60 mínútur leiksins þrátt fyrir að Anton Rúnarsson þjálfari liðsins hafi gengið ungum og efnilegum leikmönnum tækifæri í seinni hálfleik.

Ásdís Þóra Ágústsdóttir átti frábæran leik og skoraði 11 mörk úr 11 skotum þar af sjö af vítalínunni, en það þarf víst að skora þaðan líka. Þá átti Hafdís Renötudóttir frábæran leik í marki Vals, varði 11 skot þar af tvö vítaskot og var með 43% markvörslu.

Hjá ÍR var Anna María Aðalsteinsdóttir markahæst með sex mörk og Sara Dögg skoraði fimm. Markverðir ÍR vörðu einungis þrjú skot í leiknum.

Markaskorun ÍR: Anna María Aðalsteinsdóttir 6, Sara Dögg Hjaltadóttir 5, Katrin Tinna Jensdóttir 3, Matthildur Lilja Jónsdóttir 3, Sigrún Ása Ásgrímsdóttir 2, Maria Leifsdóttir 1

Markvarsla ÍR: Sif Hallgrimsdóttir 3/28, Oddný Björg Stefánsdóttir 0/13.

Markaskorun Vals: Ásdís Þóra Ágústsdóttir 11, Lovísa Thompson 6, Lilja Ágústsdóttir 5, Sara Lind Fróðadóttir 4, Laufey Helga Óskarsdóttir 3, Sigrún Erla Þórarinsdóttir 2, Hildur Björnsdóttir 2, Guðrún Hekla Traustadóttir 2, Ágústa Rún Jónasdóttir 1, Arna Karitas Eiríksdóttir 1, Ásthildur Jóna Þórhallsdóttir 1.

Markvarsla Vals: Hafdís Renötudóttir 12/28 , Elísabet Millý Elíasardóttir 3/10

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top