Þrír lykilmenn missa af Evrópuleik Vals
Baldur Þorgilsson)

Elísa Elíasdóttir (Baldur Þorgilsson)

Deildar, Íslands og Evrópubikarmeistarar Vals eru mættar til Hollands þar sem þær leika um helgina fyrri leik sinn í 1.umferð forkeppni Evrópudeildarinnar gegn hollenska liðinu JuRo Unirek.

Valsstelpurnar flugu til Amsterdam í morgun en liðið leikur fyrri leik sinn gegn JuRo Unirek á laugardaginn klukkan 17:00 á íslenskum tíma.

Sigurvegarinn úr einvíginu mætir Íslendingaliðinu, Blomberg Lippe í 2.umferð forkeppni Evrópudeildarinnar en með þýska liðinu leikur Elín Rósa Magnúsdóttir, Andrea Jacobsen og Díana Dögg Magnúsdóttir.

Í samtali við Handkastið sagði Anton Rúnarsson að þær Elísa Elíasdóttir, Þórey Anna Ásgeirsdóttir og Mariam Eradze hafi ekki ferðast með liðinu til Hollands vegna meiðsla. Þær voru ekki í leikmannahópi Vals í 14 marka sigri liðsins á ÍR í Olís-deildinni í gærkvöldi.

Thea Imani Sturludóttir var hinsvegar í hópnum í fyrsta sinn í vetur og ferðaðist með Valsliðinu til Hollands. Thea kom örlítið við sögu í leiknum gegn ÍR í gær.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top