Verður einn af úrslitaleikjum vetrarins
(Víkingur)

Felix Már Kjartansson - Aðalsteinn Eyjólfsson ((Víkingur)

Aðalsteinn Eyjólfsson þjálfari Víkings er spenntur fyrir stórleiknum gegn Gróttu í kvöld í Grill66-deildinni. Handkastið heyrði í honum og ræddi við hann um stórleikinn og tímabilið hingað til.

Víkingar sitja í 3.sæti deildinnar með fimm stig eftir þrjár umferðir og er Aðalsteinn nokkuð státtur við byrjunina á tímabilinu.

,,Við erum ekki alveg komnir með taktinn í liðið sem ég var að vona eftir þær breytingar sem við gerðum í sumar en það hafa verið ákveðin merki upp á síðkastið að þetta sé að fara að smella hjá okkur."

Framundan er stórleikur í Grill 66 deildinni þegar Víkingar fá topplið Gróttu í heimsókn í Safamýrina í kvöld klukkan 19:00.

Aðalsteinn sér þetta sem einn af úrslitaleikjum vetrarins. ,,Ég sé innbirgðisviðureignir þessara liða munu setja tóninn fyrir þvi hvernig þetta endar í vetur því ég sé Gróttuna ekki tapa mörgum leikjum í þessari deild miðað við hvernig þeir hafa byrjað tímabilið."

Leikurinn gæti verið að hitta leikmannahóp Víkinga á betri tíma en þeir verða án Halldórs Óskarssonar sem handarbrotnaði í 1.umferð gegn Val, síðan er Ásgeir Snær í leikbanni og Þorfinnur Máni hefur verið í vandræðum með ökklann á sér.

Líkt og fram kom hér að ofan verður Ásgeir Snær í banni eftir að aganefnd HSÍ dæmdi út frá myndbandsupptöku og fannst Aðalsteini það verða hörð refsing. ,,Mér finnst brotið vera rautt spjald, það er óumdeilanlegt en mér finnst 3. leikja bann full mikið og miðað það við stólaköst. Þetta er brot sem gerist í leik, lítur illa út og er klaufalegt. Ég tel við vera búnir að opna ákveðna ormagryfju varðandi þessa dómgæslu að menn verði bara í því að senda inn brot til aganefndar í allan vetur."

,,En þetta er línan sem er búið að taka og við verðum bara að taka því."

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top