Hildur Björnsdóttir (Baldur Þorgilsson)
Kvennalið Vals mætir hollenska liðinu JuRo Unirek í fyrri leik liðanna í 1.umferð forkeppni Evrópudeildarinnar í Hollandi í dag klukkan 17:00 ytra. Liðin mætast síðan aftur í N1-höllinni að Hlíðarenda á sunnudaginn í næstu viku klukkan 16:00. Sigurvegarar úr einvíginu mæta þýska úrvalsdeildarliðinu Blomberg-Lippe í seinni umferð forkeppni Evrópudeildarinnar. Hægt er að horfa á leikinn í beinu streymi hér. Handkastið greindi frá því fyrir helgi að í lið Vals vanti þær Elísu Elíasdóttur, Þórey Önnu Ásgeirsdóttur og Mariam Eradze sem allar eru að glíma við meiðsli.
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.