Lilja Ágústsdóttir ((Baldur Þorgilsson)
Valsstelpur standa ágætlega að vígi eftir fyrri leik sinn gegn hollensku meisturunum í JuRo Unirek sem fram fór í Hollandi í dag. Valur vann eins marks sigur 31-30 en síðari leikur liðanna fer fram í N1-höllinni næstkomandi sunnudag. Sigurvegarar úr einvíginu mæta þýska liðinu Blomberg-Lippe í 2.umferð forkeppni Evrópudeildarinnar. Staðan var 16-15 JuRo Unirek í vil en hollenska liðið byrjaði leikinn betur og komust mest 11-7 yfir í fyrri hálfleik. Valsstelpur komust yfir í fyrsta skipti í stöðunni 23-24 og komust mest fimm mörkum yfir 31-26 en hollenska liðið skoraði fjögur síðustu mörk leiksins. Lilja Ágústsdóttir var markahæst í liði Vals með níu mörk og Lovísa Thompson skoraði átta. Guðrún Hekla Traustadóttir skoraði fjögur mörk ásamt Örnu Karitas Eiríksdóttur. Thea Imani skoraði tvö mörk og aðrar minna. Hafdís Renötudóttir var með átta varða bolta eða 21% markvörslu.
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.