Skarphéðinn Ívar Einarsson ((Eyjólfur Garðarsson)
Skarphéðinn Ívar Einarsson átti frábæran leik síðastliðinn fimmtudag þegar Haukar unnu Fram. Skarphéðinn eða Skepta eins og hann vill láta kalla sig sýnir á sér bakhliðina í dag. Fullt nafn: Skarphéðinn Ívar Einarsson Gælunafn: Skepta Aldur: 20 Hjúskaparstaða: Lausu Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki: 24. Október 2021, KA gegn Val Uppáhalds drykkur: Rauður plús Uppáhalds matsölustaður: Serrano er sturlaður Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Breaking Bad og Black Mirror Uppáhalds tónlistarmaður: Valdimar og Bubbi Uppáhalds hlaðvarp: FM95Blö Uppáhalds samfélagsmiðill: TikTok by far Frægasti fylgjandinn þinn á Instagram: Annaðhvort Morten Olsen eða Þráinn Orri tvær kanónur Fyrsta verk ef þú yrðir formaður HSÍ: Myndi breyta að 3 sigrar komi manni áfram í 8-liða úrslitum Íslandsmótsins í stað fyrir tvo Hvað ertu að meðaltali mikið í símanum á dag: 4 og hálfan klukkutíma Fyndnasti Íslendingurinn: Haraldur Bolli Heimisson Hvernig hljóma síðustu skilaboðin þín til þjálfarans þíns: “Sælir til að vera alveg viss með þetta erum við ekki að mæta á eftir?” Hvaða liði myndir þú aldrei spila með: Þór og FH Besti leikmaður sem þú hefur mætt: Diogo Rema er seigur í rammanum Besti þjálfarinn sem hefur þjálfað þig: Ásgeir og Max Mest óþolandi leikmaður sem þú hefur mætt: Ætla að segja Færeyjar í heild sinni bara Hver var fyrirmyndin þín í æsku: Mikkel Hansen Helsta afrek á ferlinum: Skora winnerinn á móti Aftureldingu með fyrsta leik með Haukum Mestu vonbrigðin: Að missa af fluginu til Bosníu í Evrópukeppninni Ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru íslensku liði í þitt lið: Ég hugsa að ég tæki Einar Baldvin í rammann Efnilegasti handboltamaður/kona landsins: Freyr Arons Besti handboltamaðurinn frá upphafi: Ivano Balic Ein regla í handbolta sem þú myndir breyta: Banna 7 á 6 Þín skoðun á 7 á 6: Þoli það ekki meira að segja þegar ég er að spila það Hver er þín fyrsta minning af handbolta: Jóa Bjarna upphitun í KA heimilinu Í hvernig handboltaskóm spilar þú: Adidas adizero fastcourt Hvaða þrjá handbolta leikmenn tækir þú með þér á eyðieyju, og af hverju: Ég tæki Össur, Andra Fannar og Sigga Snæ. Við myndum aldrei lifa af en það væri viðbjóðslega gaman. Hvaða lag kemur þér í gírinn: Pray for em með Meek Mill Rútína á leikdegi: Engin sérstök bara langoftast Serrano sirka 2 tímum fyrir leik Hvern í liðinu þínu myndirðu velja til að taka þátt í Love Island: Þráinn væri sturlaður þar Sturluð staðreynd um sjálfan þig: Er ógeðslega góður í vinstra horni Hvaða samherji hefur komið þér mest á óvart eftir að þú kynntist honum og af hverju: Vilius Rasimas af því að hann er rugl góður í körfubolta Ef þú fengir eina spurningu til að spyrja hvern sem er. Hver yrði spurningin og hvern myndiru spyrja: Ég myndi spyrja einhvern moldríkan um pening Eldri bakhliðar: Bakhliðin: Sigurður Dan Óskarsson Bakhliðin: Breki Hrafn Árnason Bakhliðin: Bakhliðin: Lilja Ágústsdóttir Bakhliðin: Ísak Logi Einarsson Bakhliðin: Garðar Ingi Sindrason Bakhliðin: Bakhliðin: Alfa Brá Oddsdóttir Hagalín Bakhliðin: Dagur Árni Heimisson Bakhliðin: Baldur Fritz Bjarnason Bakhliðin: Elín Rósa Magnúsdóttir
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.