Bakhliðin: Skarphéðinn Ívar Einarsson
(Eyjólfur Garðarsson)

Skarphéðinn Ívar Einarsson ((Eyjólfur Garðarsson)

Skarphéðinn Ívar Einarsson átti frábæran leik síðastliðinn fimmtudag þegar Haukar unnu Fram.

Skarphéðinn eða Skepta eins og hann vill láta kalla sig sýnir á sér bakhliðina í dag.

Fullt nafn: Skarphéðinn Ívar Einarsson

Gælunafn: Skepta

Aldur: 20

Hjúskaparstaða: Lausu

Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki: 24. Október 2021, KA gegn Val

Uppáhalds drykkur: Rauður plús

Uppáhalds matsölustaður: Serrano er sturlaður

Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Breaking Bad og Black Mirror

Uppáhalds tónlistarmaður: Valdimar og Bubbi

Uppáhalds hlaðvarp: FM95Blö

Uppáhalds samfélagsmiðill: TikTok by far

Frægasti fylgjandinn þinn á Instagram: Annaðhvort Morten Olsen eða Þráinn Orri tvær kanónur

Fyrsta verk ef þú yrðir formaður HSÍ: Myndi breyta að 3 sigrar komi manni áfram í 8-liða úrslitum Íslandsmótsins í stað fyrir tvo

Hvað ertu að meðaltali mikið í símanum á dag: 4 og hálfan klukkutíma

Fyndnasti Íslendingurinn: Haraldur Bolli Heimisson

Hvernig hljóma síðustu skilaboðin þín til þjálfarans þíns: “Sælir til að vera alveg viss með þetta erum við ekki að mæta á eftir?”

Hvaða liði myndir þú aldrei spila með: Þór og FH

Besti leikmaður sem þú hefur mætt: Diogo Rema er seigur í rammanum

Besti þjálfarinn sem hefur þjálfað þig: Ásgeir og Max

Mest óþolandi leikmaður sem þú hefur mætt: Ætla að segja Færeyjar í heild sinni bara

Hver var fyrirmyndin þín í­ æsku: Mikkel Hansen

Helsta afrek á ferlinum: Skora winnerinn á móti Aftureldingu með fyrsta leik með Haukum

Mestu vonbrigðin: Að missa af fluginu til Bosníu í Evrópukeppninni

Ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru íslensku liði í þitt lið: Ég hugsa að ég tæki Einar Baldvin í rammann

Efnilegasti handboltamaður/kona landsins: Freyr Arons

Besti handboltamaðurinn frá upphafi: Ivano Balic

Ein regla í handbolta sem þú myndir breyta: Banna 7 á 6

Þín skoðun á 7 á 6: Þoli það ekki meira að segja þegar ég er að spila það

Hver er þín fyrsta minning af handbolta: Jóa Bjarna upphitun í KA heimilinu

Í hvernig handboltaskóm spilar þú: Adidas adizero fastcourt

Hvaða þrjá handbolta leikmenn tækir þú með þér á eyðieyju, og af hverju: Ég tæki Össur, Andra Fannar og Sigga Snæ. Við myndum aldrei lifa af en það væri viðbjóðslega gaman.

Hvaða lag kemur þér í gírinn: Pray for em með Meek Mill

Rútína á leikdegi: Engin sérstök bara langoftast Serrano sirka 2 tímum fyrir leik

Hvern í liðinu þínu myndirðu velja til að taka þátt í Love Island: Þráinn væri sturlaður þar

Sturluð staðreynd um sjálfan þig: Er ógeðslega góður í vinstra horni

Hvaða samherji hefur komið þér mest á óvart eftir að þú kynntist honum og af hverju: Vilius Rasimas af því að hann er rugl góður í körfubolta

Ef þú fengir eina spurningu til að spyrja hvern sem er. Hver yrði spurningin og hvern myndiru spyrja: Ég myndi spyrja einhvern moldríkan um pening

Eldri bakhliðar:

Bakhliðin: Sigurður Dan Óskarsson

Bakhliðin: Breki Hrafn Árnason 

Bakhliðin: Bakhliðin: Lilja Ágústsdóttir

Bakhliðin: Össur Haraldsson

Bakhliðin: Ísak Logi Einarsson

Bakhliðin: Garðar Ingi Sindrason

Bakhliðin: Bakhliðin: Alfa Brá Oddsdóttir Hagalín

Bakhliðin: Dagur Árni Heimisson

Bakhliðin: Baldur Fritz Bjarnason

Bakhliðin: Blær Hinriksson

Bakhliðin: Elín Rósa Magnúsdóttir

Bakhliðin: Reynir Þór Stefánsson

Bakhliðin: Elín Klara Þorkelsdóttir

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top