Þórey Anna fingurbrotin – Frá næstu vikurnar
Baldur Þorgilsson)

Þórey Anna Ásgeirsdóttir (Baldur Þorgilsson)

Þórey Anna Ásgeirsdóttir leikur ekki með Val í næstu leikjum en hún er fingurbrotin. Þetta staðfesti Anton Rúnarsson þjálfari Vals í samtali við Handkastið.

Þórey Anna hefur ekkert leikið með Val að undanförnu og þá þurfti leikmaðurinn einnig að draga sig úr íslenska landsliðshópnum á dögunum sem lék æfingaleik gegn Danmörku ytra.

Það er því ljóst að Þórey Anna leikur ekki með Val gegn ÍR í efstu deild kvenna annað kvöld þegar 4.umferðin hefst og þá verður hún einnig ekki til taks í seinni leik Vals og hollenska liðsins JuRo Unirek sem fram fer í N1-höllinni næstkomandi sunnudag.

Valur vann fyrri leikinn í Hollandi á laugardaginn með einu marki en auk Þóreyjar voru þær Mariam Eradze og Elísa Elíasdóttir frá vegna meiðsla.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top