Þórey Anna fingurbrotin – Frá næstu vikurnar
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Þórey Anna Ásgeirsdóttir (Baldur Þorgilsson)

Þórey Anna Ásgeirsdóttir leikur ekki með Val í næstu leikjum en hún er fingurbrotin. Þetta staðfesti Anton Rúnarsson þjálfari Vals í samtali við Handkastið.

Þórey Anna hefur ekkert leikið með Val að undanförnu og þá þurfti leikmaðurinn einnig að draga sig úr íslenska landsliðshópnum á dögunum sem lék æfingaleik gegn Danmörku ytra.

Það er því ljóst að Þórey Anna leikur ekki með Val gegn ÍR í efstu deild kvenna annað kvöld þegar 4.umferðin hefst og þá verður hún einnig ekki til taks í seinni leik Vals og hollenska liðsins JuRo Unirek sem fram fer í N1-höllinni næstkomandi sunnudag.

Valur vann fyrri leikinn í Hollandi á laugardaginn með einu marki en auk Þóreyjar voru þær Mariam Eradze og Elísa Elíasdóttir frá vegna meiðsla.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top