Óvissa um meiðsli Elísu – Mariam frá næstu vikurnar
Baldur Þorgilsson)

Elísa Elíasdóttir (Baldur Þorgilsson)

Mikil meiðslavandræði er í kvennaliði Vals um þessar mundir en í gær sögðum við frá því að Þórey Anna Ásgeirsdóttir væri fingurbrotin og frá keppni næstu vikur.

Anton Rúnarsson þjálfari Vals sagði í samtali við Handkastið að óvissa væri með það hversu lengi línumaðurinn Elísa Elíasdóttir yrði frá og þá er Mariam Eradze að glíma við meiðsli.

Elísa hefur ekkert leikið með Val að undanförnu og þá þurfti leikmaðurinn einnig að draga sig úr íslenska landsliðshópnum á dögunum sem lék æfingaleik gegn Danmörku ytra.

,,Elísa er meidd og búin að vera það síðustu tvær vikur. Það er rrfitt að segja nákvæmlega stöðuna á henni en hún er tognuð í kálfa," sagði Anton í samtali við Handkastið en hann gerir ráð fyrir að fá frekari upplýsingar í vikunni.

Anton sagði að Marim Eradze væri tognuð og yrði frá út október mánuð í það minnsta.

Valur mætir ÍR í 4.umferð efstu deildar kvenna í kvöld liðið mætir síðan hollensku meisturunum í JuRo Unirek í seinni leik liðanna í 1.umferð forkeppni Evrópudeildarinnar á sunnudaginn í N1-höllinni.

Sage By Saga Sif styður kvennaumfjöllun Handkastsins - Kóðinn: handkastid veitir 15% afslátt í vefverslun Sage By Saga Sif.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top