Stjarnan engin fyrirstaða fyrir Valskonur
Sævar Jónasson)

Vigdís Arna Hjartardóttir (Sævar Jónasson)

Stjarnan tók á móti Val í 4.umferð í efstu deild kvenna í Hekluhöllinni í kvöld.

Valskonur byrjuðu leikinn strax af krafti og voru komin með 5 marka forskoti eftir um 15 mínútna leik og leiddu 13-17 þegar flautað var til hálfleiks.

Valur eru í miðju evrópuverkefni og eiga síðari leikinn um næstu helgi þannig þær rúlluðu vel á hópnum sínum í þessum leik og allir útileikmenn sem voru á skýrslu skoruðu mark.

Þær stigu ekkert af bensíngjöfinni í síðari hálfleik og lokatölur leiksins urðu 27-34 Val í vil.

Stjarnan eru ennþá stigalausar eftir 4.umferðir en Helena Rut Örvarsdóttir var mætt á skýrslu hjá þeim í kvöld og mun hún verða mikill liðsstyrkur ef hún nær að finna sitt gamla form.

Hafdís Renötudóttir var sem fyrr með flottan leik í marki Valskvenna og varði hún 17 skot í kvöld eða 43% þeirra skota sem komu á hana.

Lilja Ágústsdóttir og Ásthildur Jóna Þórhallsdóttir voru atkvæðamestar fyrir Val í kvöld með 6 mörk og Inga Maria Roysdottir og Natasja Hammer skoruðu 6 mörk hvor fyrir Stjörnuna.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top