Handarbrotnaði í fyrsta leik
(Kristinn Steinn Traustason)

KA Víkingur Halldór Ingi Óskarsson ((Kristinn Steinn Traustason)

Hinn 22 ára gamli línumaður hjá Víking, Halldór Ingi Óskarsson, er handarbrotinn og hefur verið það frá því hann brotnaði í fyrsta leik á móti Val 2 í fyrstu umferð næstu efstu deildar Íslandsmótsins.

Þetta staðfesti hann í samtali við Handkastið.

,,Ég brotnaði í fyrstu umferð, og satt best að segja veit ég ekki alveg hvað gerðist, allavega spilaði ég korter í leiknum brotinn. Reikna með að vera frá í 3-4 vikur í viðbót," sagði Halldór Ingi.

Víkingur er á toppi Grill66-deildarinnar með sjö stig að loknum fjórum leikjum en liðið vann gríðarlega mikilvægan sigur á Gróttu í uppgjör toppliðanna síðasta föstudagskvöld.

Víkingur mætir ÍH í kvöld í næst efstu deild Íslandsmótins í Kaplakrika.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top