Handarbrotnaði í fyrsta leik
{{brizy_dc_image_alt entityId=

KA Víkingur Halldór Ingi Óskarsson ((Kristinn Steinn Traustason)

Hinn 22 ára gamli línumaður hjá Víking, Halldór Ingi Óskarsson, er handarbrotinn og hefur verið það frá því hann brotnaði í fyrsta leik á móti Val 2 í fyrstu umferð næstu efstu deildar Íslandsmótsins.

Þetta staðfesti hann í samtali við Handkastið.

,,Ég brotnaði í fyrstu umferð, og satt best að segja veit ég ekki alveg hvað gerðist, allavega spilaði ég korter í leiknum brotinn. Reikna með að vera frá í 3-4 vikur í viðbót," sagði Halldór Ingi.

Víkingur er á toppi Grill66-deildarinnar með sjö stig að loknum fjórum leikjum en liðið vann gríðarlega mikilvægan sigur á Gróttu í uppgjör toppliðanna síðasta föstudagskvöld.

Víkingur mætir ÍH í kvöld í næst efstu deild Íslandsmótins í Kaplakrika.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top