Kvennalið Vals gengur vel gegn ÍR. (Baldur Þorgilsson)
Toppslagur var í efstu deild kvenna í síðustu viku þegar ÍR sem hafði unnið sína fyrstu tvo leiki í deildinni tók á móti Val sem hafði tapað gegn Haukum í umferðinni á undan. Það fólk sem bjóst við spennandi leik varð fyrir vonbrigðum því lið Vals gjörsamlega rúllaði yfir lið ÍR og vann að lokum fjórtán marka sigur 38-24 og segja mætti að Valur hafi skellt ÍR-liðinu niður á jörðina með sigrinum. ÍR fær tækifæri til að koma til baka í dag þegar liðið heimsækir Fram í 4.umferð efstu deildar kvenna klukkan 15:00 í Úlfarsárdalnum. Leikurinn verður sýndur í opinni dagskrá í Sjónvarpi Símans. Ef litið er í tölfræðina og í síðustu viðureignir liðanna koma úrslitin þó lítið á óvart því Valur hefur haft ótrúlegt tak á liði ÍR síðustu 24 mánuði en liðin hafa mæst tíu sinnum í deild og úrslitakeppni frá því 27. september 2023 og einu sinni í undanúrslitum Powerade-bikarsins í mars 2024. Úrslit úr síðustu viðureignum Vals og ÍR: Sage By Saga Sif styður kvennaumfjöllun Handkastsins - Kóðinn: handkastid veitir 15% afslátt í vefverslun Sage By Saga Sif.
2023: Valur - ÍR 30-20
2024: ÍR - Valur 22-35
2024: Valur - ÍR 34-20
2024: Valur - ÍR 29-21
2024: Valur - ÍR 35-26
2024: ÍR - Valur 23-31
2025: Valur - ÍR 22-19
2025: Valur - ÍR 33-12
2025: ÍR - Valur 19-32
2025: Valur - ÍR 31-23
2025: ÍR - Valur 24-38
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.