Þorsteinn Gauti Hjálmarsson (Kristinn Steinn Traustason)
Þorsteinn Gauti Hjálmarsson sem gekk í raðir norska úrvalsdeildarfélagið Sandefjord um mitt sumar er á heimleið og er að ganga í raðir Íslands- og bikarmeistara Fram. Þetta herma öruggar heimildir Handkastsins. Þorsteinn Gauti hefur ekki leikið með Sandefjord í síðustu tveimur leikjum í norsku úrvalsdeildinni en það liggur góð og gild ástæða fyrir því. Samkvæmt heimildum Handkastsins er Þorsteinn Gauti kominn aftur heim til Íslands og byrjaður að æfa með Fram. Þorsteinn Gauti sem er finnskur landsliðsmaður varð Íslands og bikarmeistari með Fram á síðustu leiktíð en hann á finnska ömmu og gat því spilað með landsliði Finnlands og hóf að leika með því í byrjun árs 2023. Þorsteinn spilaði með Fram frá 2015 til 2019 og síðan aftur 2021 til 2025. Hann hóf ferilinn hjá Þrótti R. og en hann lék með Aftureldingu á árunum 2019-2021. Framarar hafa verið í miklum meiðslavandræðum að undanförnu en Þorsteinn Gauti myndi styrkja liðið gríðarlega og hjálpa þeim mikið í þeirri baráttu sem framundan er. Fram leikur í riðlakeppni Evrópudeildarinnar í október og nóvember en fyrsti leikur liðsins fer fram þriðjudaginn 14.október þegar Porto kemur í heimsókn í Lambhagahöllina.
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.