Thea Imani Sturludóttir ((Baldur Þorgilsson)
Kvennalið Vals tók á móti hollensku meisturunum í JuRo Unirek á Hlíðarenda í dag í síðari leik liðanna í 1.umferð forkeppni Evrópudeildarinnar. Valskonur unnu fyrri leik liðanna 31-30 og voru því með 1 marks forskot fyrir viðeiginina í dag. Valyr byrjaði leikinn frábærlega og léku við hvern sinn fingur í fyrri hálfleik og leiddu að honum loknum 17-11. Þær urðu þó fyrir áfalli þegar Lilja Ágústsdóttir meiddist á hnéi í fyrri hálfleik og kom ekkert meira við sögu í leiknum. Þeim gekk erfiðlega að finna leiðina að marki hollensku meistaranna í síðari hálfleik og geta Valur þakkað stórleik Hafdísar Renötudóttur í síðari hálfleik fyrir að hafa ekki misst þennan leik út í spennu. Þær sigldu þessu þó fagmannlega heim í lokin og unnu að lokum 30-26 sigur og einvígið samtals 61-56. Valur mætir Blomberg-Lippe í 2.umferð forkeppnar Evrópudeildarinnar og verður það virkilega erfitt einvígi. Þrjár landsliðsstelpur leika með Blomberg-Lippe en það eru þær Díana Dögg Magnúsdóttir, Andrea Jacobsen og Elín Rósa Magnúsdóttir sem gekk til liðs við liðið frá Val í sumar. Markaskorun Vals: Thea Imani Sturludóttir 6 mörk, Auður Ester Gestsdóttir 5, Lilja Ágústsdóttir 4, Guðrún Hekla Traustadóttir 3, Ásdís Þóra Ágústsdóttir 3, Ásthildur Jóna Þórhallsdóttir 3, Lovísa Thompson 3, Hildur Björnsdóttir 1, Arna Karitas Eiríksdóttir 1, Elísa Elíasdóttir 1. Markvarsla Vals: Hafdís Renötudóttir 15 varin.
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.