Erlendar fréttir á einum stað. ((Eyjólfur Garðarsson)
Handkastið fylgist með handboltafréttum hvaðan nær úr heiminum. Hér birtast lifandi erlendar fréttir allan daginn auk þess sem stærri fréttir birtast sem sérfrétt á forsíðu Handkastsins. Fylgstu með því sem er að gerast í handboltaheiminum erlendis hér á Handkastinu. Einar Bragi Aðalsteinsson átti frábæran leik í liði heimamanna í Kristianstad þegar þeir unnu sannfærandi sigur á Skövde. Einar Bragi skoraði sex mörk úr átta skotum og gaf fjórar stoðsendingar. Liðið sigraði Skövde, 36-24 og er ennþá taplaust eftir fimm leiki í deildinni, fjóra sigra og eitt jafntefli. Hákon Daði Styrmisson var markahæstur í liði Hagen í þriggja marka sigri liðsins gegn Essen 39-26 í þýsku B-deildinni. Hákon Daði skoraði átta mörk í leiknum. Bjarki Már Elísson átti góðan leik í stórsigri Veszprém á Budai Farkasök, 45-26 í Ungverjalandi í dag. Bjarki Már skoraði átta mörk í leiknum. Elín Klara Þorkelsdóttir var markahæst í liði Savehof sem hafði betur gegn Benfica í seinni leik liðanna í forkeppni Evrópudeildarinnar. Elín Klara skoraði sjö mörk í 29-27 sigri Savehof sem eru þar með komnar áfram í 2.umferð keppninnar. Elmar Erlingsson og liðsfélagar í Nordhorn-Lingen töpuðu gegn Balingen í dag í þýsku B-deildinni. Þeir töpuðu með 12 marka mun 35-23. Elmar skoraði tvö mörk í leiknum. Nordhorn-Lingen er í sjötta sæti deildarinnar með sjö stig eftir sex leiki. Chambery tapaði á heimavelli í frönsku úrvalsdeildinni í kvöld 33-39 en Chambery er einungis með þrjú stig að loknum fimm leikjum á tímabilinu. Sveinn skoraði ekki í leiknum. Porto hafði betur gegn Povoa á útivelli í úrvalsdeildinni í Portúgal í kvöld 35-26. Þorsteinn Leó Gunnarsson átti flottan leik fyrir Porto og skoraði fimm mörk í leiknum. Porto hefur farið vel af stað í deildinni og er með fimm sigra úr fyrstu sex leikjunum. Íslendinga lið Blomberg Lippe unnu sterkan sigur á Zwickau í þýsku bundesligunni í dag. Andrea Jacobsen skoraði 6 mörk, Díana Dögg skoraði 2 mörk og Elín Rósa skoraði einnig 2 mörk. Tjörvi Týr og félagar í Oppenweiler töpuðu með 5 marka mun gegn Dormagen í þýsku 1.deildinni. Tjörvi Týr skoraði 1 mark. Pick Szeged gerði óvænt jafntefli í dag gegn Csurgó í Ungversku deildinni 25-25. Janus Daði var ekki í leikmannahópi Pick Szeged vegna meiðsla sem hann varð fyrir á dögunum. Stiven Tobar leikmaður Benfica og félagar hans unnu dramatískan eins marks sigur á liði Vitoria SC 31-32. Engin tölfræði er af leiknum eins og er. Viktor Gísli og félagar í Barca unnu í dag 11 marka sigur á liði Cangas í spænsku deildinni. Engin tölfræði er af leiknum eins og er. Sænsku meistararnir í Skara féllu í dag úr leik í Evrópudeild kvenna þrátt fyrir sigur á Molde á heimavelli, 27-26. Þær féllu úr leik eftir tap samanlagt, 51-53. Aldís Ásta Heimisdóttir skoraði þrjú mörk úr fjórum skotum og Lena Margrét Valdimarsdóttir skoraði eitt mark úr eina skotinu sínu. Erlendar fréttir: Mánudaginn 6.október:
21:15: Kristianstad með stórsigur í sænsku deildinni - Einar Bragi maður leiksins
Erlendar fréttir: Sunnudaginn 5.október:
22:00: Hákon Daði markahæstur
18:30: Bjarki Már skoraði átta
Erlendar fréttir: Laugardaginn 4.október:
22:22: Elín Klara markahæst í Evrópukeppninni
22:20: Elmar Erlings skoraði tvö
21:30: Sveinn Jóhanns og félagar töpuðu
21:20: Þorsteinn Gauti skoraði fimm mörk
17:30: Íslensku stelpurnar í Blomberg með sigur
17:30: Tjörvi Týr og félagar með tap
15:00: Pick Szeged með óvænt jafntefli
15:00: Stiven og félagar með sigur af tæpasta vaði
15:00: Viktor Gísli og félagar í Barca með sigur
14:50: Skara úr leik þrátt fyrir sigur í dag
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.