Elísabet Millý Elíasardóttir (Baldur Þorgilsson)
Markvörður Vals í Olís-deild kvenna og Vals 2 í Grill66-deildinni er puttabrotin og verður frá næstu vikurnar. Elísabet Millý Elíasardóttir hefur ekki leikið með liði Val í síðustu tveimur leikjum, gegn Stjörnunni í Olís-deildinni og gegn JuRo Unirek í seinni leik liðanna sem fram fór í N1-höllinni um helgina í forkeppni Evrópudeildarinnar. Elísabet Millý varð fyrir því óláni að puttabrotna á fingri hægri handar í leik Vals 2 gegn Aftureldingu í Grill66-deildinni í síðustu viku. Oddný Mínervudóttir hefur því verið Hafdísi Renötudóttir til halds og trausts í síðustu tveimur leikjum Vals en Oddný er leikmaður 3.flokks félagsins. Elísabet Millý gekk í raðir Vals frá Stjörnunni fyrir síðustu leiktíð og hefur verið varamarkvörður á eftir Hafdísi og leikið með Val 2 í Grill66-deildinni síðustu tvö tímabil. 5.umferðin í Olís-deild kvenna hefst í kvöld með þremur leikjum en stórleikur umferðarinnar er leikur Vals og Fram sem hefst klukkan 19:00 í N1-höllinni í kvöld.
Leikirnir í 5.umferðinni:
Í kvöld:
18:00 ÍR - KA/Þór
18:30 Haukar - ÍBV
19:00 Valur - Fram
Fimmtudagur:
20:00 Selfoss - Stjarnan
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.