Valur komnar á kunnulegar slóðir
Baldur Þorgilsson)

Elísa Elíasdóttir (Baldur Þorgilsson)

Gömlu erkióvinirnir í Val og Fram áttust við í lokaleik kvöldins í 5.umferð Olís deildar kvenna á Hlíðarenda.

Fram byrjaði leikinn talsvert betur og voru komnar með 3 marka forskot í stöðunni 10-13 þegar skammt var eftir af fyrri hálfleik.

Valskonur gáfu þá í og náðu að minnka muninn í 15-16 þegar flautað var til hálfleiks.

Valur komu mikið stekari til leiks í síðari hálfleik og voru komnar yfir þegar 10 mínútur voru búnar. Þær bættu svo jafnt og þétt í forskotið og unnu leikinn að lokum með 4 marka mun, 28-24.

Lovísa Thompson fagnaði landsliðsætinu með frábærum leik en hún skoraði 7 mörk. Hulda Dagsdóttir og Alfa Brá Oddsdóttir Hagalín voru atkvæðamesta í liði Fram með 5 mörk.

Valur eru því komnar á toppinn með ÍBV með 8 stig. Fram sitja í 5 sæti deildinnar með 5 stig.

Umferðinni líkur svo á morgun þegar Selfoss frá Stjörnuna í heimsókn í sannkölluðum botnbaráttuslag.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top