Grill 66 karla: Víkingur hirti toppsætið
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Víkingur er á toppi Grill 66 deildarinnar ((Egill Bjarni Friðjónsson)

Toppslagur í Grill 66 deild karla fór fram í Safamýrinni í dag þar sem Víkingur fengu Fram 2 í heimsókn á þeirra gamla heimavöll.

Víkingar náðu undirtökunum í leiknum um miðbið fyrri hálfleiks og leiddu örugglega í hálfleik með 8 mörkum, 22-14.

Víkingar náðu mest 10 marka forskoti í síðari hálfleik og sigurinn var því aldrei í hættu en þeir slökuðu aðeins á klónni undir restina og lokatölur urðu 39-33 í toppslag deildinnar.

Kristján Helgi Tómasson og Kristófer Snær Þorgeirsson voru frábærir í liði Víkinga í dag, Kristján skoraði. 9mörk og Kristófer var með 8 mörk.

Theodór Sigurðsson var markahæstur Frammara með 9 mörk.

Víkingar sitja á toppi deildinnar með 11 stig en Fram 2 er í öðru sæti með 10 stig.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top