Erlendar fréttir á einum stað. ((Eyjólfur Garðarsson)
Handkastið fylgist með handboltafréttum hvaðan nær úr heiminum. Hér birtast lifandi erlendar fréttir allan daginn auk þess sem stærri fréttir birtast sem sérfrétt á forsíðu Handkastsins. Fylgstu með því sem er að gerast í handboltaheiminum erlendis hér á Handkastinu. Arnar Birkir Hálfdánsson átti góðan leik fyrir lið sitt Amo þegar þeir unnu Önnereds á útivelli, 34-40. Arnar Birkir skoraði fimm mörk úr níu skotum og bætti við fimm stoðsendingum. Orri Freyr Þorkelsson var markahæstur í liði Sporting ásamt Martim Costa með sjö mörk í 45 - 28 sigri liðsins á FC Gaia í portúgölsku úrvalsdeildinni í dag. Óðinn Þór Ríkharðsson skoraði fimm mörk þar af þrjú úr vítaskotum í sex marka sigri Kadetten Schaffhausen gegn RTV Basel í Sviss í dag. Lokatölur 29-35 Kadetten í vil. Kadetten eru á toppi deildarinnar með fullt hús stiga eftir tíu leiki. Hákon Daði Styrmisson var markahæstur á vellinum í ellefu marka sigri Eintracht Hagen á Oppenweiler/Backnang í þýsku B-deildinni í dag. Hákon Daði skoraði tíu mörk í leiknum en Hagen eru í 2.sæti þýsku B-deildarinnar með ellefu stig að loknum sjö leikjum. Tjörvi Týr Gíslason skoraði fjögur mörk fyrir Oppenweiler/Backnang en liðið situr á botni deildarinnar með tvö stig. Bjarki Már Elísson skoraði fjögur mörk fyrir Veszprém í átta marka sigri liðsins gegn Gyongyosi í ungversku úrvalsdeildinni í dag. Veszprém unnu leikinn 36-28. Öll mörk Bjarka komu af vítalínunni en hann var með 100% vítanýtingu í leiknum. Úlfar Páll Monsi Þórðarson skoraði tvö mörk í sigri Alkaloid gegn HC Butel Skopje í Norður-Makedónísku úrvalsdeildinni. Alkaloid vann leikinn með sjö mörkum 32-25 og er í 2.sæti deildarinnar tveimur stigum á eftir Vardar. Stiven Tobar Valencia skoraði tvö mörk í 26-22 sigri Benfica á Águas Santas í portúgölsku úrvalsdeildinni í dag. Íslendingalið Blomberg-Lippe unnu 29-20 sigur á Neckarsulm í þýsku úrsvalsdeildinni. Elín Rósa Magnúsdóttir og Andrea Jacobsen skoruðu tvö mörk hvor og Díana Dögg Magnúsdóttir skoraði eitt. Blomberg Lippe er með fullt hús stiga á toppi deildarinnará meðan Neckarsulm er í 3.sæti með sex stig. Það fór einn leikur fram í norsku úrvalsdeildinni í kvöld þegar Elverum tók á móti Follo á heimavelli. Tryggvi Þórisson var mættur aftur í lið Elverum en hann skoraði þó ekkert í kvöld. Heimamenn unnu góðan sigur á Follo, 29-23 og fóru upp fyrir Kolstad á topp deildarinnar en Kolstad eiga þó tvo leiki til góða. Tvö Íslendingalið áttu leik í kvöld í sænsku úrvalsdeildinni en Karlskrona mætti í heimsókn til Malmö og gerðu jafntefli en þeir voru yfir lungann af leiknum, 32-32 varð lokastaðan. Arnór Viðarsson skoraði eitt mark úr tveimur skotum, gaf eina stoðsendingu og fékk eina brottvísun. Í hinum leik kvöldsins tapaði Amo með minnsta mun fyrir Guif, 30-31 en sigurmarkið kom á seinustu sekúndu leiksins. Arnar Birkir Hálfdánsson skoraði þrjú mörk úr sex skotum, gaf eina stoðsendingu og fékk eina brottvísun. Óðinn Þór Ríkharðsson var markahæstur hjá Kadetten Schaffhausen með sex mörk úr átta skotum í níu marka sigri liðsins á Amicitia Zurich 35-26 á heimavelli í svissnesku úrvalsdeildinni. Þjóðverjinn, Fredrik Simak gengur í raðir Fuchse Berlín frá Lemgo næsta sumar. Einn leikur fór fram í sænsku úrvalsdeildinni kvennamegin í kvöld en meistararnir í Skara unnu Höörs HK á heimavelli, 28-22. Aldís Ásta Heimisdóttir átti erfitt uppdráttar í kvöld en hún skoraði eitt mark úr sex skotum og bætti við þremur stoðsendingum. Lena Margrét Valdimarsdóttir komst ekki á blað Það fór einn leikur fram í Danmörku í kvöld þegar Fredericia tók á móti TTH Holstebro. Lærisveinar Arnórs Atlasonar sóttu stig til Fredericia en leiknum lauk 31-31. Jóhannes Berg Andrason skoraði fjögur mörk úr fimm skotum og bætti við fimm stoðsendingum. Einar Bragi Aðalsteinsson átti frábæran leik í liði heimamanna í Kristianstad þegar þeir unnu sannfærandi sigur á Skövde. Einar Bragi skoraði sex mörk úr átta skotum og gaf fjórar stoðsendingar. Liðið sigraði Skövde, 36-24 og er ennþá taplaust eftir fimm leiki í deildinni, fjóra sigra og eitt jafntefli. Hákon Daði Styrmisson var markahæstur í liði Hagen í þriggja marka sigri liðsins gegn Essen 39-26 í þýsku B-deildinni. Hákon Daði skoraði átta mörk í leiknum. Bjarki Már Elísson átti góðan leik í stórsigri Veszprém á Budai Farkasök, 45-26 í Ungverjalandi í dag. Bjarki Már skoraði átta mörk í leiknum. Elín Klara Þorkelsdóttir var markahæst í liði Savehof sem hafði betur gegn Benfica í seinni leik liðanna í forkeppni Evrópudeildarinnar. Elín Klara skoraði sjö mörk í 29-27 sigri Savehof sem eru þar með komnar áfram í 2.umferð keppninnar. Elmar Erlingsson og liðsfélagar í Nordhorn-Lingen töpuðu gegn Balingen í dag í þýsku B-deildinni. Þeir töpuðu með 12 marka mun 35-23. Elmar skoraði tvö mörk í leiknum. Nordhorn-Lingen er í sjötta sæti deildarinnar með sjö stig eftir sex leiki. Chambery tapaði á heimavelli í frönsku úrvalsdeildinni í kvöld 33-39 en Chambery er einungis með þrjú stig að loknum fimm leikjum á tímabilinu. Sveinn skoraði ekki í leiknum. Porto hafði betur gegn Povoa á útivelli í úrvalsdeildinni í Portúgal í kvöld 35-26. Þorsteinn Leó Gunnarsson átti flottan leik fyrir Porto og skoraði fimm mörk í leiknum. Porto hefur farið vel af stað í deildinni og er með fimm sigra úr fyrstu sex leikjunum. Íslendinga lið Blomberg Lippe unnu sterkan sigur á Zwickau í þýsku bundesligunni í dag. Andrea Jacobsen skoraði 6 mörk, Díana Dögg skoraði 2 mörk og Elín Rósa skoraði einnig 2 mörk. Tjörvi Týr og félagar í Oppenweiler töpuðu með 5 marka mun gegn Dormagen í þýsku 1.deildinni. Tjörvi Týr skoraði 1 mark. Pick Szeged gerði óvænt jafntefli í dag gegn Csurgó í Ungversku deildinni 25-25. Janus Daði var ekki í leikmannahópi Pick Szeged vegna meiðsla sem hann varð fyrir á dögunum. Stiven Tobar leikmaður Benfica og félagar hans unnu dramatískan eins marks sigur á liði Vitoria SC 31-32. Engin tölfræði er af leiknum eins og er. Viktor Gísli og félagar í Barca unnu í dag 11 marka sigur á liði Cangas í spænsku deildinni. Engin tölfræði er af leiknum eins og er. Sænsku meistararnir í Skara féllu í dag úr leik í Evrópudeild kvenna þrátt fyrir sigur á Molde á heimavelli, 27-26. Þær féllu úr leik eftir tap samanlagt, 51-53. Aldís Ásta Heimisdóttir skoraði þrjú mörk úr fjórum skotum og Lena Margrét Valdimarsdóttir skoraði eitt mark úr eina skotinu sínu. Erlendar fréttir: Þriðjudaginn 14.október
19:45: Amo með sigur í sænsku deildinni
Erlendar fréttir: Laugardaginn 11.október:
20:00: Orri Freyr markahæstur
17:40: Óðinn Þór skoraði fjögur mörk
17:35: Hákon Daði og Tjörvi skoruðu fjórtán mörk
17:35: Bjarki Már skoraði fjögur mörk
17:30: Monsi skoraði tvö mörk
17:17: Stiven skoraði tvö mörk
17:00: Blomberg Lippe með sigur
Erlendar fréttir: Föstudaginn 10.október
21:20: Sigur hjá Elverum - Tryggvi mættur aftur
Erlendar fréttir: Fimmtudaginn 9.október:
20:30: Íslendingaliðin með jafntefli og tap í Svíþjóð
Erlendar fréttir: Miðvikudaginn 8.október:
22:00: Óðinn Þór markahæstur
15:30: Fredrik Simak frá Lemgo til meistaranna
Erlendar fréttir: Þriðjudaginn 7.október:
20:15: Skara með annan sigur í röð
20:10: Jafntefli í leik dagsins í Danmörku - Jóhannes Berg með flottan leik
Erlendar fréttir: Mánudaginn 6.október:
21:15: Kristianstad með stórsigur í sænsku deildinni - Einar Bragi maður leiksins
Erlendar fréttir: Sunnudaginn 5.október:
22:00: Hákon Daði markahæstur
18:30: Bjarki Már skoraði átta
Erlendar fréttir: Laugardaginn 4.október:
22:22: Elín Klara markahæst í Evrópukeppninni
22:20: Elmar Erlings skoraði tvö
21:30: Sveinn Jóhanns og félagar töpuðu
21:20: Þorsteinn Gauti skoraði fimm mörk
17:30: Íslensku stelpurnar í Blomberg með sigur
17:30: Tjörvi Týr og félagar með tap
15:00: Pick Szeged með óvænt jafntefli
15:00: Stiven og félagar með sigur af tæpasta vaði
15:00: Viktor Gísli og félagar í Barca með sigur
14:50: Skara úr leik þrátt fyrir sigur í dag
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.