Jicha áfram hjá Kiel til ársins 2028
SVEN SIMON / AFP)

Filip Jicha (SVEN SIMON / AFP)

Þýska úrvalsdeildarfélagið THW Kiel og Filip Jicha hafa ákveðið að halda áfram samstarfi sínu en Jicha hefur framlengt samningi sínum við félagið til 2028. Núverandi samningur Jicha rennur út næsta sumar og voru margir fullvissir um að þetta yrði hans síðasta tímabil með Kiel.

Filip Jicha hefur stýrt liði Kiel frá árinu 2019 en liðið er sem stendur í fjórða sæti þýsku úrvalsdeildarinnar með 15 stig að loknum níu leikjum.

Viktor Szilagyi, framkvæmdastjóri félagsins, hrósaði Jicha fyrir metnað og þrek í starfinu og sagði að hann „lifi fyrir félagið“ og væri nákvæmlega rétti maðurinn sem þeir þurfi.

Jicha sjálfur sagðist unna starfinu með liðinu miklu og bætti við:

„Við áttum langar og ítarlegar umræður um stefnu félagsins, frekari þróun liðsins okkar og framtíð THW Kiel. Þess vegna er ég himinlifandi að geta haldið áfram að styðja og knýja áfram uppbyggingarferlið sem við hófum fyrir tveimur eða þremur árum,“ segir Filip Jicha.

„Ég hef ótrúlega gaman af að vinna með þessu liði. Ég er með svart og hvítt í hjarta mínu og ég hef brennandi áhuga á því verkefni að móta nýja THW Kiel svo að við getum aftur keppt um meistaratitilinn og Meistaradeildina í framtíðinni."

Meðal þjálfara sem hafa verið orðaðir við Kiel að undanförnu er Guðjón Valur Sigurðsson, Talant Dujshebaev og Jaron Siewert fyrrum þjálfari Fuchse Berlín.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top