Gunnar Róbertsson (Sævar Jónasson)
Valsmenn tóku á móti ÍR á Hlíðarenda í Olís deild karla í kvöld. Valur tók frumkvæðið í leiknum strax í upphafi og voru komnir 10-7 yfir þegar fyrri hálfleikur var hálfnaður. Mikill hraði var í leiknum enda bæði lið þekkt fyrir að keyra tempóið upp í leikjum sínum. Staðan að loknum fyrri hálfleik var 21-13 Val í vil og var Magnús Óli Magnússon allt í öllu í sóknarleik Vals. Þetta virtist ætla að verða þægilegur dagur á skrifstofunni fyrir Valsmenn því þeir héldu þægilegri forystu í upphafi síðari hálfleiks. Í stöðunni 27-20 virtist þó koma ákveðin værukærð yfir þá og ÍR-ingar fóru að saxa niður forskotið. Þegar um þrjár mínútur voru eftir voru ÍR búnir að minnka muninn í eitt mark. Baldur Fritz Bjarnason fékk að líta rauða spjaldið undir lok leiks þegar hann virtist slá til Þorvalds Arnar Þorvaldssonar eftir að sá síðarnefndi hafi tekið fast á honum í vörninni. ÍR fékk tækifæri til að jafna leikinn undir restina með aukakasti frá miðjuhring en Jökli Blöndal tókst ekki að koma boltanum í netið og eins mark sigur Valsmanna staðreynd 36-35. Með sigrinum eru Valur komnir með 12 stig í deildinni en ÍR eru ennþá á botni deildarinnar með 1 stig. Magnús Óli Magnússon var markahæstur í liði Vals með 11 mörk og Bernard Kristján Owusu Darkoh var markahæstur hjá ÍR með 13 mörk. Hress styður umfjöllun Handkastsins um Þjóðaríþróttina - Í tilefni þess fá allir hlustendur og lesendur Handkastsins 2 fyrir 1 af öllum boozt á Hressbarnum út október. Hress er staðsett á Dalshrauni 11 í Hafnarfirði. Verði ykkur að góðu.

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.