Afturelding aftur á topp deildarinnar
Sævar Jónasson)

Gauti Gunnarsson (Sævar Jónasson)

Einn leikur fór fram í Olís deild karla í kvöld. Stjarnan fékk Aftureldingu í heimsókn í Garðabæinn.

Mikið jafnræði var með liðunum í upphafi leiks og var jafnt á nánast öllum tölum. Það var svo á 20.mínútu sem Afturelding fór að sigla fram úr og var það aðallega Sigurjóni Braga Atlasyni að þakka en hann varði tvö víti á stuttum kafla frá Stjörnumönnum og kom Aftureldingu í 4 marka forskot.

Staðan að loknum fyrri hálfleik var 12-16 fyrir Aftureldingu.

Stjörnumenn söxuðu hægt og rólega á forskot Mosfellinga í síðari hálfleik og þegar síðari hálfleikur var 15 mínútna gamall höfðu Stjörnumenn náð að jafna leikinn í 23-23.

Afturelding náði þó að byggja upp 3 marka forskot aftur og héldu Stjörnunni í þægilegri fjarlægð frá sér allt til leiksloka og unnu að lokum fjögurra marka sigur 31-35.

Með sigrinum komst Afturelding á topp deildarinnar með jafn mörg stig og Haukar en sigur Mosfellinga á Haukum í 1.umferð kemur þeim í 1.sætið í deildinni.

Stjarnan sitja í 7.sæti með 7 stig að loknum 8.umferðum.

Ísak Logi Einarssonar var markahæstur hjá heimamönnum í kvöld með 7 mörk en hjá gestunum var Árni Bragi Eyjólfsson markahæstur með 10 mörk, þar af 6 af vítalínunni.

Hress styður umfjöllun Handkastsins um Þjóðaríþróttina - Í tilefni þess fá allir hlustendur og lesendur Handkastsins 2 fyrir 1 af öllum boozt á Hressbarnum út október. Hress er staðsett á Dalshrauni 11 í Hafnarfirði. Verði ykkur að góðu.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top