Það þarf að fara skjóta, skjóta og skjóta og minni taktík
Kristinn Steinn Traustason)

Elísa Elíasdóttir (Kristinn Steinn Traustason)

Íslenska kvennlandsliðið tapaði báðum sínum leikjum í undankeppni fyrir EM 2026 gegn Færeyjum og Portúgal í síðustu viku. Íslenska liðið tapaði á heimavelli gegn Færeyjum með tveimur mörkum og gegn Portúgal með einu marki ytra.

Rætt var um leikina í nýjasta þætti Handkastsins þar sem farið var yfir færanýtinguna og einstakar frammistöður lykilmanna í liðinu í leikjunum tveimur. 

Arnar Daði Arnarsson þáttastjórnandi Handkastsins var lítið hrifinn af skottækni íslensku stelpnanna þá sérstaklega hornamannana sem fóru með aragrú af færum í eins marks tapi liðsins gegn Portúgal.

Hann vill skrifa þetta að einhverjuleiti á þjálfunina hér heima og nú þurfi þjálfarar þeirra leikmanna í landsliðinu og annarra efnilegra leikmanna að bera ábyrgð.

,,Ég trúi því að stelpurnar hérna heima bæti sig. Þær þurfa bara að fara skjóta meira og fara á skotæfingar. Þetta er áfellisdómur á þjálfun í Olís-deild kvenna og yngri flokka þjálfun. Það vantar fleiri skotæfingar, skottækni. Skottæknin er ekki mikil. Við sjáum það að besti hægri hornamaður landsliðsins skýtur bara niðri fjær,"

,,Annar besti vinstri hornamaðurinn, Rakel Oddný hún skýtur bara upp fjær.”

,,Það þarf að fara skjóta, skjóta og skjóta og minni taktík. Það eru mín skilaboð til þjálfara í Olís-deild kvenna," sagði Arnar Daði að lokum í umræðunni um íslenska kvennalandsliðið sem er á leið á HM í næsta mánuði.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top