Anton Rúnarsson wValur (Baldur Þorgilsson)
Íslands- deildar og Evrópubikarmeistarar Vals í kvennaflokki gengu út af æfingu liðsins á föstudaginn daginn fyrir toppslag liðsins gegn ÍBV Í 6.umferð Olís-deildar kvenna. Valsstelpur höfðu betur í leiknum í gær með þremur mörkum 33-30 en mikil spenna var í leiknum en Valsstelpur reyndust sterkari aðilinn á síðustu mínútum leiksins. Hvort það hafi haft jákvæð eða neikvæð áhrif á liðið í leiknum að hafa gengið út af æfingu daginn fyrir leik er erfitt að ímynda sér en þó er hægt að ímynda sér að loka undirbúningur fyrir leikinn hafi átt að fara fram á síðustu æfingu liðsins fyrir leik. Ástæðan fyrir því að kvennalið Vals gekk út af æfingu liðsins daginn fyrir stórleikinn gegn ÍBV var í tilefni kvennafrídagsins en með því vildi liðið sýna samstöðu með öllum konum og kvárum sem ekki búa við þau forréttindi að geta stundað íþróttir eða tekið þátt á eigin forsendum eins og sagt er í tilkynningu frá kvennaliði Vals á Instagram síðu þeirra. ,,Með þessari táknrænu aðgerð viljum við leggja okkar af mörkum til baráttunnar fyrir raunverulegu jafnrétti - innan sem utan vallar,” segir á Instagram síðu liðsins. Þá segir ennfremur: ,,Það er kominn tími á jafnræði í íþróttum, umgjörð og tækifærum í íþróttum - fyrir alla.”

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.