Sandra Erlingsdóttir (Egill Bjarni Friðjónsson)
Stórleikur umferðarinnar í Olís deild kvenna var leikur Vals og ÍBV sem fram fór á laugardaginn. Valskonur unnu leikinn að lokum 33-30 eftir að Eyjakonur reyndu að gera leikinn spennandi en alltaf náðu Valur frumkvæðinu aftur. Valskonar hafa borið höfuð og herðar yfir önnur lið í deildinni undanfarin ár og ræddu drengirnir í Handkastinu það hvort það væri eitthvað lið sem gæti veitt Valskonum keppni um titillinn í ár. Davíð Már Kristinsson sagði að hann teldi að ef eitthvað lið gæti það væru það Eyjakonur. ,,Einföld greining er að Sandra Erlingsdóttir er besti leikurmaður deildinnar, þær eru með næst besta markmanninn í deildinni svo er Maggi ógeðslega klókur með þessi 5+1 vörn og kann þessa Eyjavörn upp á 10. Haukarnir eru aðeins að drifta þannig það kæmi mér ekkert á óvart ef ÍBV væri í úrslitaveinvíginu í vor." Ásgeir Gunnarsson, sérfræðingur Handkastsins, sagði Val vera í algjörum sérflokki í deildinni. Þær eru með besta markmanninn og þó svo að ÍBV séu með besta leikmann deildinnar þá eru bara það mikið af gæða leikmönnum í þessum Valshóp. ,,Þó svo að Sandra Erlings sé frábær og líklega besti leikmaður deildinnar þá verður það bara ekki nóg."

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.