Valur kjöldróg Selfoss
Baldur Þorgilsson)

Elísa Elíasdóttir (Baldur Þorgilsson)

Valskonur tóku á móti Selfyssingum á Hlíðarenda í Olís deild kvenna í dag.

Það er óhætt að segja að þetta hafi verið leikur kattarins að músinni en Selfyssingar sáu aldrei til sólar í dag.

Valur tók undirtökin strax í upphafi leiks og eftir 15 mínútur var staðan orðinn 11-1 heimakonum í vil.

Þær leiddu 24-7 í hálfleik og leikurinn löngu búinn og aðeins formsatriði fyrir Val að klára verkefnið.

Valur hélt uppteknum hætti í síðari hálfleik og voru lokatölur 45-21 og 24 marka sigur Vals í höfn.

Þórey Anna Ásgeirsdóttir var með 9 mörk fyrir Val í dag en markahæst hjá Selfyssingum var Hulda Hrönn Bragadóttir með 5 mörk.

Valur er á toppi deildinnar með 12 stig eftir 7.umferðir og Selfoss eru með 2 stig.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top