Loksins sigur hjá Fram
Sigurður Ástgeirsson)

wSelfoss (Sigurður Ástgeirsson)

Selfoss tók á móti Fram í 8.umferð Olís deildar kvenna í kvöld.

Bæði lið voru í leit að sigurleik en gengi liðanna hafði ekki verið gott fyrir leikinn í kvöld.

Fram byrjaði fyrri hálfleikinn betur og voru komnar í þriggja marka forskot um miðbik hálfleiksins og leiddi sanngjarnt 13-16 í hálfleik.

Fram héldu uppteknum hætti í síðari hálfleik og voru komnar með sjö marka forskot þegar um 10 mínútur voru eftir af leiknum.

Þær slökuðu aðeins á klónni undir restina og lokatölur urðu 27-29 en sigur Fram var aldrei í hættu í kvöld og kærkominn sigur fyrir Harald Þorvarðason og stelpurnar hans.

Selfoss eru með 2 stig eftir leik kvöldsins í næst neðsta sæti deildarinnar en Fram eru komnar með 7 stig og sitja í 5.sæti deildinnar.

Hulda Dís Þrastardóttir var markahæst hjá Selfoss í kvöld með 6 mörk og Alfa Brá Oddsdóttir Hagalín og Dagmar Guðrún Pálsdóttir skoruðu 8 mörk fyrir Fram í kvöld. Ethel Gyða Bjarnasen var einnig frábær í marki fram og varði 16 skot.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top