Valur kafsigldi HK í Kórnum
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Haukur Ingi Hauksson (Sævar Jónasson)

HK fengu Valsmenn í heimsókn í Kórinn í 10.umferð Olís deildar karla í kvöld.

Jafnræði var með liðunum fyrstu 20 mínútur leiksins en í stöðunni 6-6 settu Valsmenn í annan gír og skildu HK eftir. Staðan í hálfleik var 9-18 og minntu lokamínútur fyrri hálfleik á síðasta leik Valsmanna gegn Fram.

Það er óhætt að segja að leikurinn hafi verið búinn í hálfleik og slökuðu Valsmenn ekkert á í síðari hálfleik með Björgvin Pál Gústavsson í miklu stuði í markinu. Valur náðu mest 14 marka forskoti en HK náði aðeins að klóra í bakkann í síðari hálfleik og lokatölur urðu 24-33.

Eins og fyrr segir var Björgvin Páll í miklum ham í harminu og varði 45% þeirra skota sem komu á hann og er hann greinilega klár í bátanna fyrir stórmótið í janúar.

Haukur Ingi Hauksson var markahæstur hjá HK með 5 mörk en hjá Val var Gunnar Róbertsson atkvæðamestur með 8 mörk.

Sjáðu stöðuna í deildinni

Hress styður umfjöllun Handkastsins um Þjóðaríþróttina - Í tilefni þess fá allir hlustendur og lesendur Handkastsins 2 fyrir 1 af öllum boozt á Hressbarnum út nóvember. Hress er staðsett á Dalshrauni 11 í Hafnarfirði. Verði ykkur að góðu.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top