Sex íslensk mörk í Íslendingaslag í Danmörku
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Ísak Gústafsson (Baldur Þorgilsson)

Íslendingaslagur fór fram í dönsku úrvalsdeildinni í kvöld þegar TTH Holstebro undir stjórn Arnórs Atlasonar tók á móti Ringsted en um var að ræða lokaleikinn í 12.umferð deildarinnar.

Eftir að hafa verið 18-16 yfir í hálfleik vann Holstebro leikinn með sjö mörkum 33-26 og fer liðið þar með upp í 5.sæti deildarinnar með 14 stig að loknum tólf leikjum. TMS Ringsted er áfram í næst neðsta sæti deildarinnar með sjö stig, fimm stigum meira en Grindsted sem er á botni deildarinnar.

Jóhannes Berg Andrason skoraði tvö mörk úr þremur skotum fyrir TTH Holstebro en hjá Ringsted skoraði Guðmundur Bragi Ástþórsson eitt mark og Ísak Gústafsson skoraði þrjú mörk.

Guðmundur skoraði eina mark sitt úr fjórum skottilraunum á meðan Ísak Gústafsson þurfti ellefu skottilraunir til að skora sín þrjú mörk. Ringsted hafa nú tapað þremur leikjum í röð í dönsku úrvalsdeildinni en liðið fær Álaborg næst í heimsókn áður en liðið mætir botnliði Grindsted.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top