Danskur landsliðsmaður meiddist illa – Óttast það versta
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Denmark Handball Champions League (Danski landsliðsmaðurinn og leikmaður Álaborgar, Thomas Arnoldsen meiddist í sigri liðsins gegn Kielce á heimavelli í 8.umferð Meistaradeildarinnar í gærkvöldi. Meiðslin virtust alvarleg en Arnoldsen fékk hjálp frá liðsfélögum sínum er hann haltraði af velli en hann hafði legið á vellinum í dágóðan tíma og hélt um hnéð á sér. Atvikið átti sér stað um miðjan seinni hálfleik en Arnoldsen hafði farið á kostum í leiknum og skorað sex mörk og gefið fimm stoðsendingar er hann þurfti að yfirgefa völlinn á fertugustu mínútu. Hbold greinir frá atviku þar sem þeir lýsa því á þann veg að hann hafi lent á vinstri á vinstri fætinu og strax gripið um hægra hnéð. Stemningin í höllinni hafi breyst á ögurstundu úr mikilli stemningu í þögn. Þá segir í grein Hbold að margir áhorfendur hafi gripið um andlit sitt, á meðan liðsfélagar Arnoldsen hjá Álaborg hafi verið á vellinum í sjokki og orðlausir. Handboltasérfræðingurinn, Lars Rasmussen benti á að það væri aldrei gott þegar leikmenn bregðast svona hratt og ósjálfrátt við og halda um hnéð. ,,Ég óttast það versta, því aðstæðurnar líktust því miður einhverju sem við höfum séð alltof oft á vellinum,” sagði Lars Rasmussen við Hbold. ,,Þegar leikmenn grípa strax í hnén og leggjast niður án þess að reyna standa upp er það oft vegna þess að verkirnir eru það miklir og djúpir. Ég vona innilega að þetta sé ekki alvarlegt en eins og ég sá þetta er því miður líkur á að þessi meiðsli séu alvarleg.” Rasmus Boysen handboltasérfræðingur í Danmörku benti á meiðslin á Facebook síðu sinni í gærkvöldi og benti á að ef meiðsli Thomas Arnoldsen væru jafn alvarleg og þau litu út í fyrst væri hann að bætast við langan lista danskra landsliðsmanna sem væru meiddir núna en einhverjir ættu þá að snúa til baka fyrir EM í janúar. Thomas Arnoldsen myndi þá bætast á lista með þeim Rasmus Lauge, Aaron Mensing, Jacob Holm, Midtgaard og Lasse Moller.

Danski landsliðsmaðurinn og leikmaður Álaborgar, Thomas Arnoldsen meiddist í sigri liðsins gegn Kielce á heimavelli í 8.umferð Meistaradeildarinnar í gærkvöldi.

Meiðslin virtust alvarleg en Arnoldsen fékk hjálp frá liðsfélögum sínum er hann haltraði af velli en hann hafði legið á vellinum í dágóðan tíma og hélt um hnéð á sér.

Atvikið átti sér stað um miðjan seinni hálfleik en Arnoldsen hafði farið á kostum í leiknum og skorað sex mörk og gefið fimm stoðsendingar er hann þurfti að yfirgefa völlinn á fertugustu mínútu. 

Hbold greinir frá atviku þar sem þeir lýsa því á þann veg að hann hafi lent á vinstri á vinstri fætinu og strax gripið um hægra hnéð. Stemningin í höllinni hafi breyst á ögurstundu úr mikilli stemningu í þögn. Þá segir í grein Hbold að margir áhorfendur hafi gripið um andlit sitt, á meðan liðsfélagar Arnoldsen hjá Álaborg hafi verið á vellinum í sjokki og orðlausir.

Handboltasérfræðingurinn, Lars Rasmussen benti á að það væri aldrei gott þegar leikmenn bregðast svona hratt og ósjálfrátt við og halda um hnéð. ,,Ég óttast það versta, því aðstæðurnar líktust því miður einhverju sem við höfum séð alltof oft á vellinum,” sagði Lars Rasmussen við Hbold.

,,Þegar leikmenn grípa strax í hnén og leggjast niður án þess að reyna standa upp er það oft vegna þess að verkirnir eru það miklir og djúpir. Ég vona innilega að þetta sé ekki alvarlegt en eins og ég sá þetta er því miður líkur á að þessi meiðsli séu alvarleg.”

Rasmus Boysen handboltasérfræðingur í Danmörku benti á meiðslin á Facebook síðu sinni í gærkvöldi og benti á að ef meiðsli Thomas Arnoldsen væru jafn alvarleg og þau litu út í fyrst væri hann að bætast við langan lista danskra landsliðsmanna sem væru meiddir núna en einhverjir ættu þá að snúa til baka fyrir EM í janúar.

Thomas Arnoldsen myndi þá bætast á lista með þeim Rasmus Lauge, Aaron Mensing, Jacob Holm, Midtgaard og Lasse Moller.

Aalborg Handball's Thomas Arnoldsen is injured and must be helped off the field in the EHF Champions League men's handball match between Aalborg Handball and Industria Kielce at Gigantium in Aalborg, Wednesday, November 19, 2025. (Photo: Henning Bagger/Ritzau Scanpix) (Photo by HENNING BAGGER / Ritzau Scanpix via AFP)

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top