Dika Mem - Thibaud Briet (Laurent Lairys / DPPI via AFP)
Samtök evrópska handknattleiksleikmanna, EHPU hefur sent frá sér myndskeið sem birtist í dag þar sem leikmenn tjá skoðun sína um álagið sem fylgir því að vera atvinnumaður í handbolta í dag. Í skilaboðum á Instagram birtast nokkrar stórstjörnur í sameiginlegri yfirlýsingu frá leikmönnunum. ,,Við höfum rödd og fulltrúar okkar ættu að vera viðstaddir þegar mikilvægar ákvarðanir eru teknar," segir meðal annars í myndskeiðinu. EHPU var stofnað á EM í Noregi árið 2008 af atvinnumönnum í handbolta í Evrópu. Í dag eru meiri en 1350 leikmenn bæði karla og kvenna í samtökunum frá fjórum mismunandi heimsálfum. ,,Sjónarmið okkar er nauðsynlegt ef markmiðið er að efla þessa íþrótt sem okkur öllum þykir svo vænt um. Við höfum rödd og fulltrúar okkar ættu að vera viðstaddir þegar mikilvægar ákvarðanir eru teknar." ,,Við viljum leggja okkar af mörkum, við viljum taka ábyrgð og við viljum lyfta handknattleiknum á næsta stig. Hlustið á leikmennina.“ Í myndskeiðinu má sjá meðal annars Viktor Gísla Hallgrímsson og Gísla Þorgeir Kristjánsson. Meðal leikmanna sem koma fram í myndbandinu auk íslensku landsliðsmannana eru Henny Reistad, Helena Elver, Jonathan Carlsbogard, Sebastian Barthold, Sander Sagosen, Blaz Janc, Luc Steins, Kamil Syprzak, Luis Frade, Dika Mem, Emily Vogel, Ludovic Fabregas, Nikola Bilyk, Emil Nielsen, Nora Mork, Juri Knorr.

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.