Íslenskur sigur í Færeyjum
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Thea var frábær í dag með 6 mörk (Henk Seppen / Orange Pictures / DPPI via AFP)

Íslenska kvennalandsliðið mætti í kvöld því færeyska í lokaundirbúningi sínum fyrir heimsmeistaramótið í Þýskalandi. Liðin mættust í nýrri og glæsilegri þjóðarhöll Færeyinga við Tjarnir.

Ísland vann leikinn 28-25 eftir að hafa verið tveimur mörkum yfir í hálfleik 11-13. Þetta var síðasti leikur liðsins fyrir þátttöku á HM en fyrsti leikur liðsins er á miðvikudag þegar liðið mætir gestgjöfum mótsins, Þýskalandi í opnunarleik mótsins.

Aðdragandinn og undirbúningur liðsins hefur verið nokkuð strembinn en Andrea Jacobsen ferðaðist til að mynda ekki með liðinu til Færeyja en hún meiddist á dögunum. Hún mun hins vegar hitta liðið í Þýskalandi.

Íslenska liðið byrjaði leikinn af krafti og tók strax frumkvæðið og þrátt fyrir nokkur áhlaup færeyska liðsins var það íslenska alltaf í bílstjórasætinu.

Stutt er síðan þessi sömu lið mættust í undankeppni EM í Lambhagahöllinni þar sem færeyska liðið vann sögulegan 24-22 sigur og leikurinn í dag því gott framfararskref hjá liðinu.

Thea Imani Sturludóttir og Sandra Erlingsdóttir voru markahæstar hjá íslenska liðinu með 6 mörk hvor. Elín Klara Þorkelsdóttir skoraði 4, Katrín Tinna Jensdóttir 2, Þórey Anna Ásgeirsdóttir og Dana Björg Guðmundsdóttir 2 hvor og Hafdís Renötudóttir, Katrín Anna Ásmundsdóttir, Elín Rósa Magnúsdóttir og Díana Dögg Magnúsdóttir skoruðu 1 mark hver. Hafdís Renötudóttir varði 8 bolta í markinu.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Post Views: 21
Scroll to Top