Andrea og Elísa ekki með í kvöld
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Arnar Pétursson (JOHAN NILSSON / TT News Agency via AFP)

Andrea Jacobsen og Elísa Elíasdóttir verða ekki með íslenska kvennalandsliðinu í opnunarleik heimsmeistaramótsins í dag gegn Þýskalandi. Þetta staðfesti Arnar Pétursson þjálfari liðsins í samtali við Handkastið.

Hvorugar léku með liðinu gegn Færeyjum í æfingaleik liðsins á laugardaginn og eru enn að glíma við sín meiðsli.

,,Staðan er óbreytt. Andrea og Elísa hvíla í kvöld, þær eru ekki klárar og við þurfum að gefa þeim aðeins meiri tíma,” sagði Arnar Pétursson.

,,Andrea er lykilmaður í okkar varnarleik og var það í seinasta verkefni. Bæði fyrir miðri vörninni í 6-0 og fyrir framan í 5-1 vörninni og við þurfum að bregðast við því. Ég var hinsvegar mjög ánægður með hvernig bæði Alfa Brá, Alexandra Líf og Matthildur Lilja komu inn í varnarleikinn um helgina og í síðustu viku svo við munum vera á svipuðum nótum og þá,” sagði Arnar sem segist geta gert ráð fyrir tveimur útfærslum af vörn Þýskaland í leiknum í kvöld.

,,Við höfum verið að skoða þessa þýsku vörn sem er massív. Þær hafa bæði verið að mæta framarlega en einnig verið passívar. Við þurfum að undirbúa okkur fyrir hvort tveggja. Við erum alltaf að reyna stíga skrefinu lengra í okkar spili og bæta við. Það er það sem við höfum verið að leggja áherslu á, að reyna fara í grimmar árásir og ná floti á boltann í kjölfarið. Við höfum aðeins verið að renna í gegnum 7 á 6 og það er ekkert ólíklegt að við látum reyna á það í kvöld,” sagði Arnar Pétursson að lokum í samtali við Handkastið.

Leikur Íslands og Þýskalands hefst klukkan 17:00 í dag og er í beinni á RÚV.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top