Einn besti leikur Selfoss á tímabilinu
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Carlos Martin Santos - Selfoss (Egill Bjarni Friðjónsson)

,,Óvæntustu úrslit 11.umferðarinnar voru í Mosó í Myntkaup-höllinni þar sem Selfyssingar unnu Aftureldingu. Þeir voru með mjög heilsteypta frammistöðu,” sagði Hörður Magnússon þegar hann opnaði á umræðuna um sigur nýliða Selfoss í Mosfellsbænum í síðustu viku.

Mikil spenna var undir lok leiks en Selfyssingar reyndust sterkari aðilinn og tóku bæði stigin með sér austur fyrir fjall.

,,Þeir voru mjög flottir. Mér finnst þeir oft ná að spila gríðarlega flottan sóknarleik og ná að taka þristanna hjá Aftureldingu alveg úr stöðu og hreyfa sig vel. Mér finnst þetta gríðarlega vel gert hjá þeim og þeir spiluðu margar flottar sóknir. Mér finnst þeir vera töluvert rútineraðir og öruggari og betur slípaðir. Þetta var klárlega einn besti leikur þeirra á tímabilinu,” sagði Rakel Dögg um spilamennsku Selfoss í leiknum.

Selfoss er í 11.sæti deildarinnar með sjö stig eftir sigurinn gegn Aftureldingu í síðustu umferð. Selfoss er með jafn mörg stig og Þór og fjórum stigum meira en ÍR sem situr á botni deildarinnar.

Selfoss fer norður í dag og mætir KA í 12.umferð Olís-deildarinnar klukkan 19:00 í mikilvægum leik fyrir bæði lið.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top