Hannes Jón Jónsson (Harald Dostal / AFP)
Handkastið fylgist með handboltafréttum hvaðan nær úr heiminum. Hér birtast lifandi erlendar fréttir allan daginn auk þess sem stærri fréttir birtast sem sérfrétt á forsíðu Handkastsins. Fylgstu með því sem er að gerast í handboltaheiminum erlendis hér á Handkastinu og þá sérstaklega Íslendingarnir okkar erlendis. Tvö Íslendingalið áttu leik í kvöld í norsku úrvalsdeildinni en báðir leikir voru miklir markaleikir. Drammen tapaði stórt fyrir Bergen á útivelli, 44-34 en Ísak Steinsson varði aðeins fjögur skot af þeim þrjátíu og einu sem hann fékk á sig eða 13% markvarsla. Dagur Gautason skoraði sjö mörk úr sjö skotum fyrir Arendal sem tapaði með minnsta mun á útivelli fyrir Follo HK, 40-39. Benedikt Gunnar Óskarsson átti frábæran leik í liði Kolstad í dag sem sigraði Sandnes mjög örugglega, 47-30 á heimavelli. Hann skoraði fjögur mörk úr fjórum skotum og gaf heilar 9 stoðsendingar! Sigvaldi Björn Guðjónsson var einnig í liðinu en hann skoraði ekki mark en gaf tvær stoðsendingar. Sigurjón Guðmundsson fékk tækifæri í marki liðsins og varði fjögur skot af þeim níu sem hann fékk á sig eða 44% markvarsla. Orri Freyr Þorkelsson skoraði sex mörk fyrir Sporting er liðið vann öruggan tíu marka sigur gegn Maritimo í portúgölsku úrvalsdeildinni í dag, 41-31. Þorsteinn Leó var ekki í leikmannahópi Porto vegna meiðsla er liðið gerði jafntefli gegn ABC Braga 32-32. Óvænt tapað stig hjá Porto sem eru nú stigi á eftir Benfica og Sporting en Sporting á leik til góða. Íslendinga liðið Ringsted fengu Álaborg í heimsókn til sín í dönsku úrvalsdeildinni í dag. Álaborg höfðu betur 22-35 og vægast sagt öruggur sigur í höfn þar. Ísak Gústafsson skoraði 4 mörk í dag fyrir Ringsted en Guðmundur Bragi Ástþórsson komast ekki á blað í dag. Álaborg er á toppi deildinnar en Ringsted sitja í 12.sæti í deildinni af 14 liðum. Alpla Hard undir stjórn Hannesar Jóns Jónssonar gerðu jafntefli á heimavelli gegn Barnbach/Köflach í toppslag austurrísku úrvalsdeildarinnar. Bæði lið eru með jafn mörg stig í 2.-3.sæti deildarinnar. Tumi Steinn Rúnarsson skoraði fjögur mörk úr fimm skotum en Tryggvi Garðar Jónsson komst ekki á blað. Barcelona vann 20 marka sigur á Spáni 45-25 gegn Nava í spænsku úrvalsdeildinni.Erlendar fréttir: Miðvikudaginn 26.nóvember:
21:05: Tap hjá Íslendingunum í Noregi
Erlendar fréttir: Sunnudaginn 23.nóvember:
21:30: Kolstad skoraði 47 mörk í sigri gegn Sandnes
20:00: Orri Freyr skoraði sex mörk
Erlendar fréttir: Laugardaginn 22.nóvember:
23:20: Ísak og Guðmundur Bragi töpuðu gegn Álaborg
Erlendar fréttir: Föstudaginn 21.nóvember:
21:15: Íslendingarnir gerðu jafntefli í Austurríki
21:00: 20 marka sigur Viktors Gísla

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.